RW sýning 2014

Reykjavík Winner sýning HRFÍ 21. júní 2014
Bestu hundar tegundar á RVK-WINNER sýningu HRFÍ voru  Mjallar Von sem varð BOB, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested og BOS var Loranka´s Edge Of Glory , eig. María Tómasdóttir og ræktandi Mrs. Lorraine Huges. Bæði fengu titilinn RVK-WINNER-14 og Mjallar Von fékk sitt fyrsta meistarastig. Loranka´s Edge Of Glory fékk sitt þriðja meistarastig og þar með titilinn íslenskur meistari. Besti hvolpur 4 – 6 mánaða með heiðursverðlaun var Prúðleiks Móa Parker, eig. og rækt. Linda Helgadóttir. Dómari var  Ann Marie Mæland frá Svíþjóð. Nánari úrslit birtast síðar.


Sýningarúrslit frá sumar- og afmælissýningu HRFÍ 21.

Helgina 21. – 22. júní 2014 var sumar- og afmælissýning HRFÍ haldin á flötunum við Reiðhöllina í Víðidal. Þetta er í fyrsta skipti sem sumarsýningin er haldin utandyra.  Það má með sanni segja að veðurguðirnir hafi verið að stríða okkur í aðdraganda sýningar með úrhellis rigningu og roki, en á laugardeginum stytti upp þegar kom að því að sýna cavalier hunda og á sunnudeginum fengum við sólskin og blíðu  meðan á sýningu cavaliersins stóð.  Að þessu sinni voru 50 cavalierar sýndir í heildina báða dagana en 52 voru skráðir. Dómarar voru: Ann Marie Mæland frá Svíþjóð og Henrik Johansson einnig frá Svíþjóð.

Á laugardeginum 21. júní var Reykjavík Winner sýning og voru 24 cavalierar skráðir, þar af 4 hvolpar. Dómari var Ann Marie Mæland frá Svíþjóð.

Úrslit voru eftirfarandi:

Hvolpar 4 – 6 mánaða (2)
Tíkur (2)
Hv. Prúðleiks Móa Parker, eig. Henný Sif Bjarnadóttir, rækt. Linda Helgadóttir
2 Kóngalilju Mía, eig. Guðrún Helga Theódórsdóttir, rækt. Olga Sigríður Marinósdóttir
Besti hvolpur tegundar 4 – 6 mánaða var Prúðleiks Móa Parker

Hvolpar 6 – 9 mánaða (2)
Rakkar (2)
1 Mánaljóss Brúnó, eig. Halla Bergþóra Björnsdóttir, rækt. Kristín Bjarnadóttir
2 Mánaljóss Baltasar, eig. og rækt. Kristín Bjarnadóttir

20 fullorðnir cavalierar voru skráðir, 7 rakkar og 13 tíkur.
Rakkar (7)
7 rakkar voru skráðir í 3 flokkum. Dómarinn gaf 2 rökkum meistaraefni.
Ungliðaflokkur (1)
1 Ex. Mjallar Æsir, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Arna Sif Kærnested
Unghundaflokkur (3)
1 Ex.ck  Drauma Bono, eig. og rækt.  Ingibjörg Halldórsdóttir
2 Ex. Drauma Bassi, eig. og rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir
3 Ex. Hrísnes Max, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
Opinn flokkur (3)
1 Ex.ck   Loranka‘s Edge of Glory, eig. María Tómasdóttir, rækt. Mrs L Hughes
2 Ex. Mjallar Þytur, eig. Svea Soffía Sigurgeirsdóttir, rækt. Arna Sif Kærnested
3 Vg. Bjargar Kaldi, eig. Guðrún Birna Jörgensen, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir

Úrslit – bestu rakkar tegundar  – báðir meistarefni
1. Loranka‘s Edge of Glory – meistarastig og RW-14
2. Drauma Bono
 
Tíkur (13)
13 tíkur voru skráðar í 4 flokkum. Dómarinn gaf 6 tíkum meistaraefni.
Ungliðaflokkur (3)
1 Ex. Yndisauka Heimasæta, eig. og rækt. Berglind Ásta Jónsdóttir
2 Vg. Hrísnes Selma, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
3 Vg. Klettalilju Ísabella Dimmalimm, eig. Kristín Bjarnadóttir/Berglind Helgadóttir rækt. Helga María Stefánsdóttir.
Unghundaflokkur (3 – 1 tík mætti ekki)
1 Ex. ck Ljúflings Hekla, eig. og rækt. María Tómasdóttir
2 Ex. ck Ljúflings Iða, eig. Ævar Olsen, rækt. María Tómasdóttir
Opinn flokkur (5)
1 Ex. ck Mjallar Von, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
2 Ex. ck Ljúflings Hetja, eig. og rækt. María Tómasdóttir
3 Ex. ck Drauma Twiggy, eig. og rækt. Ingibjörg Halldórsdóttir
4 Vg. Prúðleiks Perla, eig. og rækt. Linda Helgadóttir
Meistaraflokkur (2)
1 Ex. ck RW-13 ISCh  Mjallar Björt, eig. og ræktandi Arna Sif Kærnested
2 Ex. C.I.B. ISCh Sandasels Kvika, eig. og rækt. Kolbrún Þórlindsdóttir

Úrslit –  bestu tíkur tegundar, allar með meistaraefni
1. Mjallar Von – meistarastig og RW-14
2. RW-13 ISCh Mjallar Björt
3. Ljúflings Hekla
4. Ljúflings Hetja

BOB, besti hundur tegundar var Mjallar Von með sitt fyrsta meistarastig og BOS var Loranka‘s Edge of Glory sem fékk sitt 3ja meistarastig. Bæði fengu titilinn RW-14.