Alþjóðlegsýning sept. 2014

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 6. – 7. september 2014

Úrslit urðu þau að BOB var Ljúflings Hetja, sem fékk sitt 4. meistarastig og þar með titilinn íslenskur meistari og BOS var Drauma Bono, sem fékk sitt 2. meistarastig. Bæði fengu Cacib og Crufts qualification. Eigandi og ræktandi Hetju er María Tómasdóttir og eigandi og ræktandi Bono Ingibjörg E.Halldórsdóttir. Hetja keppti í tegundahópi 9 og komst í 6 hunda úrtak.

Besti hvolpur tegundar 4 – 6 mánaða var Ljúflings Kiljan sem varð besti hvolpur sýningar í þessum flokki. Eigandi hans og ræktandi er María Tómasdóttir.

Besti hvolpur tegundar 6 – 9 mánaða var Prúðleiks Megas, eigandi Sigurbjörg Auðunsdóttir og ræktandi Linda Helgadóttir.

Dómari var Jussi Liimatainen frá Finnlandi, sem einnig dæmdi hvolpaflokk 4 – 6 mánaða og tegundahóp 9. Nánari úrslit verða birt þegar þau berast vefstjóra.

Úrslit á alþjóðlegri sýningu HRFÍ 6. sept. 2014

Ágætis þátttaka var á septembersýningu HRFÍ, þar sem tæplega 700 hundar voru skráðir. Það sama er ekki hægt að segja um cavalierana því aðeins 21 cavalier var skráður og 6 þeirra mættu ekki til leiks. Sýningin var haldin í Reiðhöllinni í Víðidal og var það mjög ánægjuleg tilbreyting frá Klettagörðum að mati flestra cavaliereigenda. Dómari í okkar tegund var Jussi Liimatainen frá Finnlandi sem hafði góða þekkingu á tegundinni. Hann dæmdi einnig tegundahóp 9 og yngri hvolpaflokkinn. 

Úrslit voru þannig::

Hvolpar  4 – 6 mánaða (1)

Rakkar (1)

hv Ljúflings Kiljan, eig. og rækt. María Tómasdóttir

Besti hvolpur tegundar 4 -6 mánaða var Ljúflings Kiljan sem varð einnig besti hvolpur sýningar á laugardeginum.

Hvolpar 6 – 9 mánaða (1)

Rakkar (1)

hv Prúðleiks Megas, eig. Sigurbjörg Auðunsdóttir, rækt. Linda Helgadóttir

Besti hvolpur tegundar 6 – 9 mánaða var Prúðleiks Megas.

18 fullorðnir cavalierar voru skráðir, 7 rakkar og 11 tíkur.

Rakkar (7 – 1)

7 rakkar voru skráðir í fjórum flokkum en rakki í ungliðaflokki mætti ekki, dómarinn gaf þremur þeirra meistaraefni.

Unghundaflokkur (2)

ex.ck Drauma Bassi, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

2.ex. Tröllatungu Myrkvi, eig. og rækt. Sigríður Elsa Oddsdóttir

Opinn flokkur (3)

ex.ck Drauma Bono, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

ex. Mjallar Þytur, eig. Svea Soffía Sigurgeirsdóttir, rækt. Arna Sif Kærnested

vg. Bjargar Kaldi, eig. Guðrún Birna Jörgensen, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir

Meistaraflokkur (1)

1. ex.ck. RW-14 ISCh Loranka´s Edge Of Glory, eig. María Tómasdóttir, rækt. Mrs L Hughes

Úrslit  bestu rakkar tegundar – allir með ck = meistaraefni

1. Drauma Bono, meistarastig og Cacib

2. ISCh Loranka´s Edge Of Glory, vara-Cacib

3. Drauma Bassi

Tíkur (11 – 4)

11 tíkur voru skráðar í fjórum flokkum, en 3 tíkur í opnum flokki og 1 tík í ungliðaflokki mættu ekki. Dómarinn gaf 4 tíkum meistarefni.

Unghundaflokkur (1)

ex.ck Ljúflings Iða, eig. Ævar Olsen, rækt. María Tómasdóttir

Opinn flokkur (8 -3)

ex.ck Ljúflings Hetja, eig. og rækt. María Tómasdóttir

2.ex.ck. Mjallar Von, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested

3 ex. Drauma Twiggy, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

4 vg. Sandasels París, eig. Halldóra Konráðsdóttir, rækt. Kolbrún Þórlindsdóttir

Meistaraflokkur (1)   

ex.ck RW-13 ISCh Mjallar Björt, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested

Úrslit – bestu tíkur tegundar- allar með meistaraefni

1. Ljúflings Hetja, meistarastig og Cacib

2. RW-13 ISCh Mjallar Björt, v-Cacib

3. Mjallar Von

4. Ljúflings Iða

BOB, besti hundur tegundar var Ljúflings Hetja og BOS, bestur af gagnstæðu kyni Drauma Bono. Ljúflings Hetja fékk sitt þriðja meistarastig og titillinn íslenskur meistari því í höfn. Hún fékk einnig sitt þriðja Cacib stig. Þetta var annað meistarastig Drauma Bono og einnig annað Cacib stigið.

Ljúflings Hetja keppti í sterkum tegundahópi 9 og komst þar í 6 hunda úrtak.

Cavalierdeildin gaf eignarbikara.

Myndin er af Ljúflings Kiljan BIS hvolpi með dómaranum og eiganda sínum.

Deildin óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn. Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru.