5. Stjórnarfundur 2014


á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, 108 Reykjavík

Mættar eru: Guðríður Vestars, Ingibjörg Halldórsdóttir, Edda Hallsdóttir og  Elísabet Grettisdóttir. Guðrún Birna Jörgensen boðaði forföll.

1. Dómar frá septembersýningu HRFÍ – Farið yfir dóma frá alþjóðlegu hundasýningu HRFÍ 6.-7. september 2014. Léleg þátttaka Cavalier hunda  á þessari sýningu, aðeins 21 hundur skráðir á sýninguna en þar af mættu 6 hundar ekki í hringinn. Hvetja þyrfti hvolpakaupendur að taka þátt í sýningunum félagsins.

2.  Rakkalisti – Farið yfir rakkalista. Á rakkalistanum eru 30 rakkar, 2 þrílitir, 13 blenheim, 8 ruby og 7 black and tan. Nokkrir rakkar með útrunnin vottorð sem ekki er víst að verði endurnýjuð en vonandi bætast einhverjir ungir rakkar við á þessu ári.

3.  Fjöldi gota – Farið yfir gotlista fyrir tímabilið janúar – sept 2014.  Samtals 22 got og 84 hvolpar af öllum litum.  

4.  Hundasýningar HRFÍ 2015 – Farið yfir sýningardagatal HRFÍ 2015.

5.  Nóvembersýning HRFÍ – Alþjóðleg hundasýning verður 8.-9. nóvember 2014, Cavalier deildin er ein af þeim deildum sem eiga að koma að uppsetningu þeirra sýningar.

6.  Bikarar fyrir nóvembersýningu – Dýralíf ætlar að gefa bikara á nóvembersýningu 2014.

7.  Cavalierdeildin 20 ára 2015 –  Farið yfir plön varðandi fyrirhugaða sýningu í tilefni 20 ára afmæli deildarinnar. Farið yfir lista með hugsanlegum dómurum.

Fundi slitið kl. 21:45
Fundargerð ritaði Elísabet Grettisdóttir