4. Stjórnarfundur 2014


á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, 108 Reykjavík

Mættar eru: Guðríður Vestars, Ingibjörg Halldórsdóttir, Edda Hallsdóttir, Elísabet Grettisdóttir og Guðrún Birna Jörgensen.

1. Dómar frá sumar- og afmælissýningu HRFÍ – Farið yfir dóma frá sumar- og afmælissýningu HRFÍ 21. – 22. júní 2014.  Margar umsagnir af sýningu eru ekki rétt útfylltar.

2. Augnskoðanir –  Það fóru 9 tíkur og 3 rakkar í augnskoðun í júní 2014. 2 tíkur fóru í ræktunarbann eftir skoðun.  Næsta augnskoðun er áætluð í ágúst.  

3. Fjöldi gota – Farið yfir gotlista fyrir tímabilið janúar – júní 2014.  Samtals 14 got og 46 hvolpar af öllum litum. 

4. Rekstur Cavalierdeildarinnar – Sótt var um kennitölu vegna stofnunar á bankareikningi fyrir Cavalierdeildina.

5. Netfang fyrir Cavalierdeildina – Ákveðið að stofna netfang fyrir Cavalierdeildina sem gefið er upp á heimasíðu, t.d. cavalier@gmail.com eða það sem er laust hjá gmail., hotmail eða live.com

6. Cavalierdeildin 20 ára 2015 –  Ákveðið að sækja um sýningu í tilefni þess og þær dagssetningar sem koma til greina eru 18. apríl, 13. júní og 20. júní 2015.

Fundi slitið kl. 20:30
Fundargerð ritaði Guðrún Birna Jörgensen