Alþjóðlegsýning 2015

Úrslit á aþjóðlegri sýningu HRFÍ 1. mars 2015

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ var haldin á Smáratorgi 28. febrúar og 1. mars 2015. Skráðir voru 764 hundar af 82 tegundum. Aðeins 21 cavalier var skráður og þar af 9 hvolpar. Í stað 6 sýningarhringja voru nú hringirnir aðeins 5, en þrengsli voru nokkur þrátt fyrir það. Allt gekk þó vel fyrir sig, þó tafir hafi verið ansi miklar þar til cavalierarnir komust að. Hassi Assenmacker-Feyel frá Þýzkalandi dæmdi cavalierana og Vincent O´Brien tegundahóp 9.

BOB var Drauma Bono, sem fékk sitt þriðja meistarastig og þriðja Cacib stig og því íslenskur meistaratitill í höfn. BOS var ISCh Ljúflings Hetja, sem fékk fjórða Cacib stigið og fær því alþjóðlegan meistaratitil eftir samþykki FCI. Meistarastigið hjá tíkunum kom í hlut Ljúflings Iðu og er það fyrsta stigið hennar.

Úrslit voru eftirfarandi:

Hvolpar  4 – 6 mánaða (4)

Tíkur (4)

1. hv Sandasels Dyngja, eig. Halldóra Konráðsdóttir, ræktandi Kolbrún Þórlindsdóttir

2. hv Emma, eig. Guðrún Birna Gylfadóttir, rækt. Elín Sigurgeirsdóttir

3. hv.Sandasels Glóð, eig. Tinna Björk Hjartardóttir, rækt. Kolbrún Þórlindsdóttir

4. Mandla, eig. og rækt. Elín Sigurgeirsdóttir

Besti hvolpur tegundar var Sandasels Dyngja en engir rakkar voru sýndir í þessum flokki.

Hvolpar 6 – 9 mánaða (5)

Rakkar (2)

1. hv Eldlukku Fáfnir, eig. Guðrún Skúladóttir, rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir

2. Drauma Elvis, eig. Hrönn Thorarensen, rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

Tíkur (3 – 1 mætti ekki)

1. hv Skutuls Aþena, eig. Valka Jónsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir

2. hv Drauma Glódís, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

Besti hvolpur tegundar var Skutuls Aþena og bestur af gagnstæðu kyni Eldlukku Fáfnir

12 fullorðnir cavalierar voru skráðir, 5 rakkar og 7 tíkur,  9 fengu excellent og 3 very good.

Rakkar (5)

5 rakkar voru skráðir í þremur flokkum. Dómarinn gaf þremur þeirra meistaraefni.

Ungliðaflokkur (1)

1. ex ck Ljúflings Kiljan, eig. og ræktandi María Tómasdóttir

Unghundaflokkur (1)

1. ex ckMjallar Váli Vafri, eig. Björg Östrup Hauksdóttir, rækt. Arna Sif Kærnested

Opinn flokkur (3 )

1. ex ck Drauma Bono, eig. og ræktandi Ingibjörg E.Halldórsdóttir

2. vg Brellu Dimmir, eig. Lynette Greta O´Hara, rækt. Valka Jónsdóttir

3. vg Vatnalilju Leó, eig. Elísabet Þ Á M Pétursdóttir, rækt. Hanna Birna Sigurbjörnsdóttir

Úrslit  bestu rakkar, allir meistaraefni

1. Drauma Bono, meistarastig og Cacib

2. Ljúflings Kiljan, m.efni

3. Mjallar Váli Vafri, m.efni og v-Cacib

Tíkur (7))

7 tíkur voru skráðar í þremur flokkum. Dómarinn gaf 5 tíkum meistaraefni.

Ungliðaflokkur (1)

1. ex ck Hrísnes Sonja, eig. og rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

Opinn flokkur (4)

1. ex ck Ljúflings Iða, eig. Ævar Olsen, rækt. María Tómasdóttir

2. ex ck Drauma Twiggy. eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

3. ex Ljúflings Hekla, eig. og rækt. María Tómasdóttir

4. vg RW-14 Mjallar Von, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested

Meistaraflokkur (2)

1. ex ck ISCh Ljúflings Hetja, eig. og rækt. María Tómasdóttir

2. ex ck C.I.B.RW-13 ISCh Mjallar Björt, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested

Úrslit – bestu tíkur – allar meistaraefni

1. ISCh Ljúflings Hetja – Cacib

2. C.I.B.RW-13 ISCh Mjallar Björt – vara-Cacib

3. Ljúflings Iða, meistarastig

4. Drauma Twiggy, m.efni

Cavalierarnir komust ekki í úrslit sýningar að þessu sinni.

Bikara fyrir sýninguna gáfu Bjargar Klaki og Bjargar Kaldi og þakkar deildin þeirra framlag.

Við óskum öllum eigendum til hamingju með árangurinn á sýningunni.

Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru.

Stjórnin