kl. 20:00 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, 108 ReykjavíkMættar eru: Guðríður Vestars, Ingibjörg Halldórsdóttir, Edda Hallsdóttir, Elísabet Grettisdóttir og Guðrún Birna Jörgensen. 1. Nóvembersýning HRFÍ 2014 – Farið yfir sýningardóma frá nóvembersýningu HRFÍ 2014. Í ljós kom ein villa í úrslitum hvolpa. 2. Gotlisti 2014 – Árið 2014 voru 98 lifandi hvolpar fæddir, 40 rakkar og 58 tíkur. Árið 2014 bættust við 4 nýir ræktendur. 3. Undaneldisrakkar – Farið yfir lista af undaneldisrökkum og afkvæmafjölda þeirra. 4. Rakkalisti – Farið yfir rakkalista. Ekki hefur orðið nein endurnýjun á listanum. 5. Got og verð á hvolpum – Í dag er mikil eftirspurn eftir Cavalier hvolpum. Það sem af er að árinu hafa verið 4 got í janúar og komu 13 hvolpar frá þeim gotum. Umræða spannst um verð á hvolpum og var samþykkt að hækka viðmiðunarverð á heimasíðu í kr. 185.000 – 195.000. 6. Gotauglýsingar á vefsíðu deildarinnar – Ekki verða auglýst got þar sem ekki eru fullnægjandi vottorð fyrir hendi fyrir undaneldisdýr. 7. Augnskoðanir og DNA próf – Farið var yfir augnskoðanir og DNA próf fyrir árið 2014. 43 Cavalierar voru augnskoðaðir árið 2014. 8 hundar voru DNA prófaðir á árinu og voru 5 af þeim berar fyrir Episodic Falling, en allir hreinir af Curly Coat. 8. Febrúarsýning HRFÍ – 21 Cavalier eru skráðir á febrúarsýningu HRFÍ að þessu sinni. Kaldi og Klaki munu gefa bikara fyrir sýninguna. 9. Aðalfundur Cavalier deildarinnar – Aðalfundur deildarinnar verður haldinn 26. mars n.k. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Í tilefni 20 ára afmælisárs deildarinnar verður veglegt kaffihlaðborð í boði á fundinum ásamt skemmtilegum og fróðlegum fyrirlestrum. 10. Hvolpahittingur – Ákveðið var að efna til hvolpahittings sumardaginn fyrsta, 23. apríl, hjá Dýralíf, að Stórhöfða 15. 11. Deildarsýning 13. júní 2015 – Dómari verður Veronica Hull frá Englandi. Ákveðið að auglýsinga deildarsýningu sem fyrst.Fundi slitið kl. 22:14. Fundargerð ritaði Guðrún Birna Jörgensen |