Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ var haldinn þann 26. mars 2015 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15. Frá stjórn mættu: Guðríður Vestars, Guðrún Birna Jörgensen, Edda Hlín Hallsdóttir, Elísabet Grettisdóttir og Ingibjörg E. Halldórsdóttir. Fundargestir voru 28 og þar af var 1 gestur. Dagskrá ársfundar var: 1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2014 2. Kosning til stjórnar 3. Skipun í nefndir – göngunefnd – kynningarnefnd og básanefnd 4. Önnur mál Guðríður Vestars setti fundinn og bað Önnu Björgu Jónsdóttur að sjá um fundarstjórn og Guðrúnu Birnu Jörgensen um fundarritun og var það samþykkt. 1. Skýrsla stjórnar Formaður las skýrslu stjórnar og fylgir hún hér á eftir. 2. Kosning þriggja manna í stjórn Edda Hlín Hallsdóttir, Elísabet Grettisdóttir og Ingibjörg Halldórsdóttir hafa lokið tveggja ára kjörtímabili. Edda Hlín og Elísabet gefa ekki kost á sér áfram en Ingibjörg gerir það. Auk Ingibjargar gáfu kost á sér: Arna Sif Kærnested, Gerður Steinarsdóttir og Þóra Margrét Sigurðardóttir. Kjörnar voru : Gerður Steinarsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir og Þóra Margrét Sigurðardóttir og taka þær sæti í stjórn á tímabilinu 2015 og 2016, ásamt Guðríði Vestars og Guðrúnu Birnu Jörgensen. 3. Skipun í nefndir Í göngunefnd eru Anna Bachmann, Bryndís Óskarsdóttir, Gerður Steinarsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Hrönn Thorarensen og Laufey Guðjónsdóttir. Í kynningarnefnd eru Bjarney Sigurðardóttir, Halldóra Konráðsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir og María Tómasdóttir. Í básanefnd eru Ásta Björg Guðjónsdóttir, Gerður Steinarsdóttir, Guðrún Birna Jörgensen og Kolbrún Þórlindsdóttir. 4. Önnur mál Arna Sif Kærnested kynnti bókina World of Cavaliers, en verið er að vinna að útgáfu hennar fyrir árin 2011, 2012 og 2013. Bókin er mjög eiguleg og ríkulega skreytt myndum af fallegum cavalierum. Í ár voru sendar um 40 myndir af íslenskum cavalierum, en ekki er vitað hve margar myndir munu birtast í bókinni. Bókin telst fagbók og kostar hún um kr. 9.000,- (hingað komin til landsins). Eigendur cavaliera geta pantað hana og verður hún afhent í Dýrabæ í Smáralind eftir ca. 6 vikur. Aðalfundi var slitið kl. 21:10 Fundargerð ritaði Guðrún Birna JörgensenEftir almenn ársfundarstörf hélt Helga Finnsdóttir, dýralæknir, mjög fróðlegan fyrirlestur um ýmislegt í sambandi við innflutning hunda til landsins, s.s. óværur og einangrun. Veglegt kaffihlaðborð var í boði stjórnar og göngunefndarkvenna og er óhætt að segja að borðin hafi hreint svignað undan kræsingunum. Eftir kaffi hélt Halldóra Lind fróðlegt erindi um merkjamál hunda. |