Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund. Fundurinn var haldinn á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15. Mættar voru: Guðríður, Ingibjörg, Gerður og Þóra. Guðrún Birna boðaði forföll. Fundaritari: Þóra. Dagskrá fundar: 1. Stjórn skiptir með sér verkum – Kosning fór fram þar sem Guðríður var áfram kosin formaður og Guðrún Birna ritari. Ekki var talin þörf á gjaldkera. Rætt var um að allir stjórnarmeðlimir hjálpist að og taki virkan þátt. 2. Ræktunarráð – Í fyrra var skipað ræktunarráð, ákveðið var að það starfaði áfram ár í viðbót. 3. Sýningarnefnd – Ákveðið var að í sýningarnefnd sætu stjórnin og ræktunarráð. 4. Breyting á hjartareglu – Tilmæli um hjartaregluna er nú orðin regla samkvæmt vísindanefnd HRFÍ og tók hún gildi þann 31. mars 2015. Það er að foreldrar hunds sem rækta skal undan þurfa að vera hreinir við 4 ára aldur í stað 3 ára sem áður var. Ekki er farið fram á skil á 4 ára vottorði en best væri ef allir gerðu það. 5. Deildarsýningin – 20 ára afmælissýning deildarinnar verður haldin 13. júní. Stjórnin mun undirbúa þá sýningu. 6. Sýningarþjálfun – Sýningarþjálfun verður fyrir afmælissýninguna. Hún verður í Gæludýr.is þann 19. maí kl. 17-18, 28. maí kl. 17.30 – 18.30, 2. júní kl. 17.30-18.30 og 9. júní kl. 17.30-18.30. 7. Hvolpahittingur – Á sumardaginn fyrsta, 23. apríl, verður haldinn hvolpahittingur fyrir hunda fædda árið 2014 og það sem af er ári 2015. Mæting er kl. 13 við gæludýraverslunina Dýralíf við Stórhöfða 15. Farið verður í smá göngu og síðan verður hvolpapartý í Dýralíf þar sem hvolparnir geta leikið sér og eigendur spjallað saman. Deildin sér um að koma með léttar veitingar. 8. Facebook – Rætt var um að breyta „admins“ á Facebook-síðunni Við elskum Cavalier hunda. Það skulu þá vera Guðrún Birna, Hrönn, Gerður og Þóra. 9. Afmælisdagur – út að borða – Þann 13. maí mun deildin fara saman út að borða í tilefni 20 ára afmælisins. Tími og staðsetning verður auglýst þegar nær dregur. 10. Feldhirðukvöld – Áætlað er að halda feldhirðukvöld í Dýrabæ um miðjan maí. 11. Önnur mál – Rætt var um tvöföldu HRFÍ sýninguna sem verður um Hvítasunnuhelgina, síðasti skráningardagur er 24. apríl. Auk þess var rætt um að deildin þyrfti að vera duglegri í að taka myndir, svo það væru til góðar myndir af sýningum og fleira, gott ef einhver væri í því. Fundi var slitið kl. 21.30. | |