20 ára afmælissýning 2015

Úrslit á 20 ára afmælissýningu Cavalierdeildarinnar 13. júní 2015

20 ára afmælishátiðarsýning Cavalierdeildar fór fram laugardaginn 13. júní 2015 á Korputorgi.

Dómari var Mrs. Veronica Hull  frá Englandi en hún hefur ræktað cavaliera undir nafninu Telvara  yfir 40 ár. 77 cavalierar voru skráðir til leiks, þar af 10 hvolpar. Nýlunda var að hvolpar frá 3ja mánaða aldri gátu tekið þátt og einnig voru litadómar og besti unghundur sýningar valinn. Auk þess var brugðið á leik og besta parið valið og glaðasti hundurinn.  Dýrabær gaf bikara og deildin gaf stórar og glæsilegar rósettur fyrir öll vinningssætin.  Sýningarstjóri var Brynja Tomer, hringstjóri Soffía Kwaszenko, ritari Sóley Ragna Ragnarsdóttir og aðstoðarritari Ásta María Guðbergsdóttir. Við færum þeim öllum bestu þakkir fyrir hjálpina.  Dómaranemi var Daníel Örn Hinriksson sem væntanlega útskrifast sem fullgildur cavalierdómari fljótlega.

Númer hvers hunds var einnig happdrættismiði en deildinni bárust góðar gjafir sem dregið var um í lok sýningar. Fjöldi mynda frá sýningunni er á facebook síðunni „Við elskum cavalier hunda“ og þar má einnig finna myndir af vinningunum og nöfn gefenda sem einnig fá bestu þakkir.

Besti hundur sýningar var Ljúflings Kiljan sem fékk sitt annað meistarastig og best af gagnstæðu kyni ISCh Ljúflings Hetja. Tíkarmeistarastigið kom í hlut Hlínar Jessicu Parker og er það fyrsta stigið hennar. Junior Winner var Ljúflings Kiljan og BOS Junior Winner var Hrísnes Selma.

Úrslit:

Hvolpaflokkur 3 – 6 mánaða (8)

Rakkar (4)

1. hv. Ljúflings Megas, eig. Elfa Björk Magnúsdóttir, rækt. María Tómasdóttir

2. Ljúflings Merlin, eig. Rúnar Már Sverrisson, rækt. María Tómasdóttir

3. Henry, eig. Droplaug Lára Kjerúlf, rækt. Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir

4. Hnoðra Rökkvi, eig. og rækt. Þórdís Gunnarsdóttir

Tíkur (4)

1. hv. Ljúflings Mona Lisa, eig. Hlíf Björnsdóttir, rækt. María Tómasdóttir

2. Þórshamrar Natalía, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

3. Þórshamrar Salína, eig. Svanborg S. Magnúsdóttir, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

4. Mánaljóss Gullbrá, eig. og rækt. Kristín Bjarnadóttir

Besti hvolpur tegundar í þessum aldursflokki var Ljúflings Megas og best af gagnstæðu kyni Ljúflings Mona Lisa.

Hvolpaflokkur 6 – 9 mánaða (2)

Tíkur (2) :

1. Ljúflings Lay Low, eig. og rækt. María Tómasdóttir

2. Demantslilju Emma, eig. Þórunn A. Pétursdóttir, rækt. Halla Björk Grímsdóttir

34 rakkar voru skráðir en einn mætti ekki, 28 fengu excellent og 5 very good. 11 rakkar fengu meistaraefni.

Ungliðaflokkur  (6)

1. ex. ck  Ljúflings Kiljan, eig. og rækt.  María Tómasdóttir

2. ex. ck  Drauma Eri, eig. Hlynur Geir Hjartarson, rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

3. ex. ck  Eldlukku Fáfnir, eig. Guðrún Skúladóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

4. ex. Koparlilju Gull Moli, eig. Hildigunnur Guðmundsdóttir, rækt. Ingibjörg Þorvaldsdóttir

Unghundaflokkur (2)

1. ex. Sóllilju Mugison, eig. Þórunn Aldís Pétursdóttir, rækt. Jón Hilmarsson

2. vg. Mjallar Æsir, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Arna Sif Kærnested

Opinn flokkur rakkar (21 – 1)

1. ex. ck Hlínar Erró, eig. Bryndís Óskarsdóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir

2. ex. ck Tröllatungu Myrkvi, eig. og rækt. Sigríður Elsa Oddsdóttir

3. ex. ck Drauma Þ.Mugison, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

4. ex. ck Mjallar Þytur, eig. Svea Soffía Sigurgeirsdóttir, rækt. Arna Sif Kærnested.

Meistaraflokkur rakkar (4)

1. ex. ck RW-14 ISCh Loranka´s Edge Of Glory, eig. María Tómasdóttir, rækt. Mrs L. Hughes

2. ex. ck ISCh Bjargar Kaldi, eig. Guðrún Birna Jörgensen, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir

3. ex. ck ISCh Drauma Bono, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

4. ex. ck ISCh Hrísnes Krummi Nói, eig. Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

Öldungaflokkur rakkar (1)

1. ex.hv. Sjeikspírs París, eig. Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, rækt. Sigurður Einarsson

Litadómar:  Keppnisrétt höfðu bestu rakkar í hverjum lit  með eink. excellent. Í stað þess að valdir væru bestu cavalierar í hverjum lit eins og fyrirhugað var, ákvað dómarinn að velja besta lit og litaskiptingu í staðinn og urðum við að lúta þeirri ákvörðun.

Besta black and tan litinn og feldinn hafði Drauma Þ.Mugison, svarti liturinn á að vera hrafnsvartur og tanið skýrt og vel afmarkað.

Besta ruby litinn hafði Atti´s Kisses From Happy sem hefur mjög fallegan djúpan rauðan lit og fallegan feld.

Sá besti þríliti var Eldlukku Ögri en enginn þrílitur cavalier var nægilega vel litaskiptur að mati dómarans.

Besta blenheim litinn og litaskiptinguna hafði hinn 10 ára Sjeikspírs París sem dómarinn dáðist mikið að.

Úrslit bestu rakkar tegundar – allir meistaraefni – ck   

1. Ljúflings Kiljan – meistarastig

2. RW-14 ISCh Loranka´s Edge Of Glory

3. Hlínar Erró

4. Tröllatungu Myrkvi

33 tíkur voru skráðar en ein mætti ekki. Skemmst er frá því að segja að allar fengu excellent að einni undanskilinni. 12 tíkur fengu meistaraefni.

Ungliðaflokkur: (11)

1. ex. ck Skutuls Aþena, eig. Valka Jónsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir

2. ex. ck Skutuls Ariel, eig. og rækt. Bjarney Sigurðardóttir

3. ex. ck Drauma Evita, eig. Þóra Margrét Sigurðardóttir, rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

4. ex. ck Drauma Glódís, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

Unghundaflokkur: (4)

1. ex. ck Hrísnes Selma, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

2. ex. ck Hlínar America Lukka, eig. og rækt. Edda Hlín Hallsdóttir

3. ex. Koparlilju Hneta, eig. Þórunn A.Pétursdóttir, rækt. Ingibjörg Þorvaldsdóttir

4. ex. Sjávarlilju Birta, eig. og rækt. Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Opinn flokkur: (15 – 1)

1. ex. ck Hlínar Sarah Jessica Parker, eig. Gerður Steinarsdóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir

2. ex. ck Eldlilju Ugla, eig. og rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

3. ex. ck Ljúflings Iða, eig. Ævar Olsen, rækt. María Tómasdóttir

4. ex. ck Hrísnes Sonja, eig. og rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

Meistaraflokkur: (3)

1. ex. ck ISCh Ljúflings Hetja, eig. og rækt. María Tómasdóttir

2. ex. ck ISCh Drauma Twiggy, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

3. ex. C.I.B. ISCh Sandasels Kvika, eig. og rækt. Kolbrún Þórlindsdóttir

Litadómar: Keppnisrétt höfðu bestu tíkur í hverjum lit með eink. excellent

Besta black and tan tík var Eldlilju Ugla, besta ruby tík var Hlínar America Lukka, besta þrílita tík var Eldlukku Þula og besta blenheim tík ISCh Ljúflings Hetja.

Úrslit bestu tíkur tegundar, allar með ck. (meistaraefni):

1. ISCh Ljúflings Hetja

2. Hlínar Sarah Jessica Parker – meistarastig

3. Skutuls Aþena

4. Hrísnes Selma

Besti cavalier í hverjum lit og bestur af gagnstæðu kyni:

Black and tan : 1. Drauma Þ. Mugison  2. Eldlilju Ugla

Ruby: 1. Atti´s Kisses From Happy  2.Hlínar America Lukka

Þrílitur: 1.Eldlukku Þula 2. Eldlukku Ögri

Blenheim: 1. ISCh Ljúflings Hetja 2. Sjeikspírs París

Besta parið :

1.sæti  Hlínar Sarah Jessica Parker og Hlínar India

2.sæti  Hlínar Erró og Hlínar Asia Noom

Glaðasti hundurinn : Hlínar Asia Noom

BOB JUNIOR:  Ljúflings Kiljan  BOS JUNIOR: Hrísnes Selma

Besti hundur tegundar  – BOB   og BIS:  Ljúflings Kiljan

Best af gagnstæðu kyni – BOS:  ISCh Ljúflings Hetja

Óskum öllum eigendum innilega til hamingju með árangurinn.

Birt með fyrirvara um mögulegar villur, ábendingar vel þegnar.

Stjórnin