Sýningarhelgin 24-26.7 2015

Myndin er af Hrísnes Sonju sem var BOB á RW- sýningunni ásamt eiganda sínum.  

Sýningarúrslit frá sýningum HRFÍ 24. – 26. júlí 2015

Helgina 24. – 26 júlí voru 3 sýningar á vegum HRFÍ haldnar á flötunum við Reiðhöllina í Víðidal. Á föstudaginn var hvolpasýning, laugardaginn Reykjavík-Winner sýning og á sunnudaginn alþjóðleg sýning.  Jan Törnblom og Joakim Ohlson frá Svíþjóð dæmdu cavalierana en þeir ræktuðu tegundina í fjölda ára undir ræktunarnafninu Hackensack með góðum árangri. Cavalierhvolparnir  voru dæmdir á föstudeginum af Ástu Maríu Guðbergsdóttur. Lilja Dóra Halldórsdóttir valdi síðan 4 hvolpa úr hverjum aldursflokki til að keppa til úrslita á laugardeginum en þá tók Jan Törnblom við og raðaði þeim í sæti.  Aðeins 16 cavalierar voru skráðir, þar af 3 hvolpar.  Veðrið var mjög gott fyrri part laugardagsins en gekk á með skúrum þegar keppt var til úrslita. Sunnudagurinn var heldur kaldari og blautari en allt gekk samt ágætlega.  Flatirnar voru alla vega þurrar þetta árið.

Eins og áður sagði kepptu 3 hvolpar og voru úrslit þannig:
Hvolpar 3 – 6 mánaða (3)
Tíkur (1)
1. Hv. Þórshamrar Natalia, eig. og ræktandi Fríða Björk Elíasdóttir
Rakkar (2)
1. Hv. Ljúflings Merlin Logi, eig. Rúnar Már Sverrisson/Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
2. Hv. Henry, eig. Droplaug Lára Kjerúlf, rækt. Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Besti hvolpur tegundar 3 – 6 mánaða var Ljúflings Merlin Logi, hann komst í 4 hvolpa úrslit og keppti á laugardeginum undir Jan Törnblom og hlaut þar 3. sætið.

Úrslit á Reykjavíkur  Winner sýningunni 25.júlí – dómari Jan Törnblom frá Svíþjóð
13 fullorðnir cavalierar voru skráðir, 5 rakkar og 8 tíkur.
Rakkar (5)
5 rakkar voru skráðir í 4 flokkum. Dómarinn gaf 3 rökkum meistaraefni.
Ungliðaflokkur (1)
1.Vg. Eldlukku Fáfnir, eig. Guðrún Skúladóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
Unghundaflokkur (1)
1. Ex.ck  Ljúflings Kiljan, eig. og ræktandi María Tómasdóttir
Opinn flokkur (2)
1. Ex.ck  Drauma Bassi, eig. og ræktandi Ingibjörg E.Halldórsdóttir
2. Ex. Hrísnes Max, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
Meistaraflokkur (1)
1. Ex.ck ISCh Drauma Bono, eig. og ræktandi Ingibjörg E. Halldórsdóttir

Úrslit – bestu rakkar tegundar  – allir  meistaraefni
1. Ljúflings Kiljan,  meistarastig og RW-15
2. Drauma Bassi
3. ISCh Drauma Bono
 
Tíkur (8)
8 tíkur voru skráðar í 3 flokkum. Dómarinn gaf 5 tíkum meistaraefni.
Ungliðaflokkur (2)
1. Ex.ck Skutuls Ariel, eig. og ræktandi Bjarney Sigurðardóttir
2. Vg. Sandasels Dyngja, eig. Halldóra Konráðsdóttir, ræktandi Kolbrún Þórlindsdóttir
Opinn flokkur (4)
1. Ex.ck Hrísnes Sonja, eig. og rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
2. Ex.ck RW-14 Mjallar Von, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
3. Ex.Ljúflings Hekla, eig. og rækt. María Tómasdóttir
4. Vg.Hlínar Sarah Jessica Parker, eig. Gerður Steinarsdóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir
Meistaraflokkur (2)
1. Ex.ck C.I.B. RW-13 ISCh  Mjallar Björt, eig. og ræktandi Arna Sif Kærnested
2. Ex.ck ISCh Ljúflings Hetja, eig. og rækt. María Tómasdóttir

Úrslit –  bestu tíkur tegundar, allar með meistaraefni
1. Hrísnes Sonja – meistarastig og RW-15
2. C.I.B. RW-13 ISCh Mjallar Björt
3. Mjallar Von
4. Ljúflings Hetja

BOB, besti hundur tegundar var Hrísnes Sonja sem fékk sitt fyrsta meistarastig og BOS var Ljúflings Kiljan sem fékk 3. meistarastigið  en þar sem  hann er aðeins 15 mánaða er hann enn of ungur til að hljóta meistaratitil.  Bæði fengu RW-2015 titil. Hrísnes Sonja landaði svo 3. sætinu í tegundahópi 9, en 19 tegundir kepptu þar til úrslita. Frábær árangur hjá þessari gullfallegu tík.

Úrslit frá alþjóðlegu sýningunni sunnudaginn 26. júlí 2015.
13 cavalierar voru skráðir, 5 rakkar og 8 tíkur. Dómari var Joakim Ohlsonfrá Svíþjóð sem var töluvert harðari í dómum  og hafði ólíkar áherslur og skoðanir en félagi hans.
Rakkar (5)
5 rakkar voru sýndir í 4 flokkum. Dómarinn gaf 1 rakka meistaraefni.
Ungliðaflokkur ( 1)
1. Vg. Eldlukku Fáfnir, eig. Guðrún Skúladóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
Unghundaflokkur (1)
1. Ex. Ljúflings Kiljan, eig. og rækt. María Tómasdóttir
Opinn flokkur (2)
1. Vg.Drauma Bassi, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir
2. Vg.Hrísnes Max, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
Meistaraflokkur (1)
1. Ex. ck ISCh Drauma Bono, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

Úrslit – besti rakki tegundar
      1. Drauma Bono – meistarastig og CACIB

Tíkur (8)
8 tíkur voru sýndar í fjórum flokkum.  Dómarinn gaf 3 tíkum meistaraefni
Ungliðaflokkur ( 3)
1. Vg. Skutuls Ariel, eig. og rækt. Bjarney Sigurðardóttir
2. Vg. Mandla, eig. og rækt. Elín Sigurgeirsdóttir
3. Vg. Sandasales Dyngja, eig. Halldóra Konráðsdóttir, rækt. Kolbrún Þórlindsdóttir
Opinn flokkur (6)
1. Ex. ck RW-14 Mjallar Von, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
2. Ex. Hlínar Sarah Jessica Parker, eig. Gerður Steinarsdóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir
3. Ex. Ljúflings Hekla, eig. og rækt. María Tómasdóttir
Meistaraflokkur (2)
1. Ex. ck C.I.B. RW-13 ISCh  Mjallar Björt, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
2. Ex. ck ISCh Ljúflings Hetja, eig. og rækt. María Tómasdóttir

Úrslit – bestu tíkur tegundar – allar með meistaraefni
1. RW-14 Mjallar Von  – meistarastig og CACIB
2. C.I.B. RW-13 ISCh Mjallar Björt – vara Cacib
3. ISCh Ljúflings Hetja

BOB, besti hundur tegundar var ISCh Drauma Bono sem fékk sitt 4. Cacib stig og því alþjóðlegur meistaratitill í höfn eftir samþykki FCI. Enginn rakki þótti þess verðugur að hljóta íslenska meistarastigið. BOS var Mjallar Von, sem fékk sitt annað meistarastig og fyrsta Cacib.
Því miður komst Drauma Bono ekki í úrslit í tegundahópi 9.

Cavalierdeildin gaf eignarbikara fyrir alþjóðlegu sýninguna.

Við óskum öllum eigendum til hamingju með árangurinn á sýningunum og hlökkum til að sjá ykkur á næstu sýningu sem verður í september 2015.

Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru.

Stjórnin