3. Stjórnarfundur 2015


á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, 108 ReykjavíkMættar eru: Guðríður Vestars, Ingibjörg Halldórsdóttir, Gerður Steinarsdóttir, Þóra Margrét Sigurðardóttir og Guðrún Birna Jörgensen.1. Dómar frá sýningum HRFÍ – Farið yfir dóma frá síðustu sýningum HRFÍ.

2. Fulltrúaráðsfundur –  Í liðinni viku var fulltrúaráðsfundur haldinn hjá HRFÍ.  Þar kom fram að staða félagsins er ekki góð og mikið tap er á sýningum félagsins.  Fækkun er á sýndum hundum sem má sjá á að á sumarsýningu HRFÍ voru 800 hundar sýndir í samanburði við 500 hunda í ár.  Sömu sögu er að segja um sýnda hunda hjá Cavalierdeildinni en er í raun eins hjá öðrum deildum.  

3. Vefsíðan www.cavalier.is – Rætt var að endurnýta það mikla og góða efni sem er á vefsíðunni til þess að búa til fréttir úr til þess að vefsíðan sé meira á lífi og sýni meira en upplýsingar um sýningardóma og göngur.

4. Farið yfir rakkalista – Á rakkalistanum eru 22 hundar, 4 b/t, 4 ruby, 2 þrílitir og 12 blenheim.

5. Fæddir hvolpar árið 2015 – Fyrstu 7 mánuði ársins er fjöldi fæddra hvolpa 76. Stefnir í að fjöldi hvolpa árið 2015 verði svipaður og árið 2014.

6. Augnskoðanir –  Augnskoðanir fóru fram í febrúar, mars og júní. Á þessum tíma voru 15 tíkur skoðaðar í febrúar og 7 rakkar. Í júní voru 4 tíkur og 6 rakkar skoðuð.

7. Fjárhagsyfirlit deildarsýningar í júní – Farið var yfir fjárhagsyfirlit fyrir deildarsýninguna sem haldin var á Korputorgi í júní.  Sýningin kom út á núlli og verður uppgjöri skilað inn til HRFÍ.

8. Sýningar HRFÍ 2016 – Árið 2016 verða færri sýningar hjá HRFÍ.  Það verður sýning í febrúar, tvöföld sumarsýning í júlí, sýning í september og svo í nóvember.  Tímabilið frá febrúar – júlí er tímabil sem deildir eiga að nýta sér fyrir deildarsýningar.

Fundi slitið kl. 21:55
Fundargerð ritaði Guðrún Birna Jörgensen