Alþjóðlegsýning 2016

Alþjóðleg hundasýning 27. – 28. febrúar 2016
Helgina 27. og 28. febrúar mættu yfir 600 hundar af 83 hundategundum í dóm á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Fimm dómarar dæmdu á sýningunni, einn þeirra var íslenskur, Þórdís Björg Björgvinsdóttir sem dæmdi nú í fyrsta sinn eftir að hún hlaut dómararéttindi.  25 cavalierar voru skráðir og kom það í hlut Þórdísar að dæma tegundina. Hvolpar voru sýndir á föstudagskvöldið á sérsýningu en enginn cavalierhvolpur var skráður sem var harla óvenjulegt.

BOB var Hrísnes Max, sem fékk sitt annað meistarastig og fyrsta Cacib stig og BOS var C.I.B. ISCh Ljúflings Hetja, sem einnig fékk Cacib stig, en þar sem hún er þegar orðin alþjóðlegur meistari gengur stigið niður í 2. sætið, en það var Hrísnes Sonja sem náði öðru sæti og fékk meistarastig sem er hennar annað og vara-Cacib.

Eins og áður sagði voru 25 cavalierar skráðir, 8 rakkar og 17 tíkur. Bæði kynin voru sýnd ífjórum flokkum.

Nánari úrslit voru eftirfarandi:

Rakkar (8)

8 rakkar voru skráðir, 6 fengu excellent og 3 meistaraefni, 2 fengu very good.

Ungliðaflokkur (2)

1. ex. Magic Charm´s Artic, eig. María Tómasdóttir, ræktandi Lima Unni Olsen

2. ex. Ljúflings Merlin Logi, eig. Rúnar Már Sverrisson/Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. María Tómasdóttir

Unghundaflokkur (2)

1. ex. Kvadriga´s Surprise, eig. Guðríður Vestars, rækt. Torill Undheim

2.vg. Mjallar Þristur, eig. Eðalrein M.Sæmundsdóttir, rækt. Arna Sif Kærnested.

Opinn flokkur (3 )

1. ex.ck Hrísnes Max, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

2. ex.ck RW-15 Ljúflings Kiljan, eig. og rækt. María Tómasdóttir

3. vg. Brekatúns Kormákur, eig. Anna Guðný Aradóttir, rækt. Hrafnhildur Haraldsdóttir

Meistaraflokkur (1)

1. ex.ck ISCh Drauma Bono, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

Úrslit  bestu rakkar, allir meistaraefni

1. Hrísnes Max , meistarastig og Cacib

2. RW-15 Ljúflings Kiljan, m.efni – v-Cacib

3. ISCh Drauma Bono, m.efni

Tíkur (17)

17 tíkur voru skráðar í þremur flokkum og er víst óhætt að segja að einkunnagjöfin hafi verið ansi litrík og óvenjuleg svo ekki sé meira sagt.

8 tíkur fengu excellent, þar af fengu 6 meistaraefni, 3 fengu blátt og very good, 1 fékk good og gulan borða, 3 fengu sufficient eða grænan borða og ein fékk 0 einkunn. Ein tík mætti ekki.

Ungliðaflokkur (2)

1. vg. Tereasjo Sabrína Una, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Dominka Troscianko/Teresa J.Troscianko

Unghundaflokkur (6 – 1)

1. ex.ck Skutuls Aþena, eig. Valka Jónsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir

2. ex.ck Drauma Glódís, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

3. ex. Hrísnes Snædís, eig. Erla Júlíusdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

4. vg. Eldlukku Þula, eig. og rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir

Opinn flokkur (6)

1. ex.ck RW-15 Hrísnes Sonja, eig. og rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

2. ex.ck Bjargar Bríet Korka Sól, eig. Hildur Guðrún Gunnarsdóttir, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir

3. vg. Brekatúns Hnota, eig. og rækt. Hrafnhildur Haraldsdóttir

Meistaraflokkur (3)

1. ex.ck C.I.B. Ljúflings Hetja, eig. og rækt. María Tómasdóttir

2. ex.ck C.I.B.RW-13 ISCh Mjallar Björt, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested

3. ex. ISCh RW-14 Mjallar Von, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested

Úrslit – bestu tíkur – allar meistaraefni

1. C.I.B. ISCh Ljúflings Hetja – Cacib

2. RW-15 Hrísnes Sonja, meistarastig og vara-Cacib

3. C.I.B.RW-13 ISCh Mjallar Björt, m.efni

4. Skutuls Aþena. m.efni

Cavalierarnir komust ekki í úrslit sýningar að þessu sinni.

Dýrabær gaf  eignarbikara fyrir sýninguna og færum við þeim bestu þakkir.

Við óskum öllum eigendum til hamingju með árangurinn á sýningunni.

Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru.

Stjórnin