Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ var haldinn þann 8. mars 2016 kl. 20 á skrifstofu Hundaræktarfélagi Íslands að Síðumúla 15. Frá stjórn mættu: Gerður Steinarrsdóttir, Guðríður Vestars, Ingibjörg E. Halldórsdóttir og Þóra Margrét Sigurðardóttir. Fundargestir voru alls 18 og þar af var einn gestur. Dagskrá ársfundar var: 1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2015. 2. Stjórnarkjör. 3. Skipun í nefndir. 4. Göngunefnd heiðrar Göngugarpa ársins. 5. Önnur mál. Guðríður Vestars setti fundinn. Hún bað Önnu Björgu Jónsdóttur að sjá um fundarstjórn og Þóru Margréti Sigurðardóttur um fundarritun. Það var samþykkt. 1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2015 Formaður las skýrslu stjórnar og fylgir hún hér á eftir. 2. Stjórnarkjör Guðríður Vestars og Guðrún Birna Jörgensen hafa lokið tveggja ára kjörtímabili. Þær gáfu ekki kost á sér áfram. Bryndís Óskarsdóttir og Hrönn Thorarensen gáfu kost á sér í þau tvö sæti sem voru laus í stjórn og taka þær sæti í stjórn á tímabilinu 2016 og 2017, ásamt Gerði Steinarrsdóttur, Ingibjörgu E. Halldórsdóttur og Þóru Margréti Sigurðardóttur. 3. Skipun í nefndir Breytingar urðu á öllum nefndum deildarinnar. Gerður Steinarrsdóttir sagði sig úr göngunefnd og í hennar stað kemur Halldóra Konráðsdóttir. Auk þeirra eru Anna Þórðardóttir Bachmann, Bryndís Óskarsdóttir, Hildur Guðrún Gunnarsdóttir, Hrönn Thorarensen og Laufey Guðjónsdóttir áfram. Í kynningarnefnd eru áfram Halldóra Konráðsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir og María Tómasdóttir. Þóra Margrét Sigurðardóttir kemur inn í stað Bjarneyjar Sigurðardóttur. Sameiginleg ákvörðun var svo um að leggja básanefnd niður. Hægt er að stofna hana aftur ef þörf er á því. 4. Göngunefnd heiðrar Göngugarpa ársins Bryndís Óskarsdóttir heiðraði Göngugarpa ársins 2015. Það voru þær Halldóra Konráðsdóttir og Sesselja Jörgensen sem deila þeim titli en þær mættu báðar ásamt hundum sínum í sex göngur af tólf. Sesselja Jörgensen var ekki viðstödd en göngunefndin færði þeim rósir og farandsbikar. 5. Önnur mál Engin önnur mál voru tekin upp á fundinum. Aðalfundi var slitið kl. 20.40. Eftir almenn ársfundarstörf buðu stjórnarkonur og göngunefnd upp á veglegar veitingar. Í lokin hélt Brynja Tomer fróðlegt erindi um hundaræktun. |