Nóvembersýning 2016

Úrslit frá nóvembersýningu HRFÍ 11. – 13. nóvember 2016

Rúmlega 600 hundar af 80 tegundum voru skráðir á alþjóðlega sýningu HRFÍ sem fór fram dagana 12. og 13. nóvember s.l. Hvolparnir voru sýndir 11. nóvember á hvolpasýningu HRFÍ og Royal Canin og mættu þar til leiks 160 hvolpar af 38 tegundum, þar á meðal 3 cavalierhvolpar í 3 – 6 mánaða flokknum. Báðar sýningarnar voru haldnar í Víðidalnum og var dæmt í 5 dómhringjum. Það kom í hlut spænska dómarans Rafael Malo Alcrudo að dæma cavalierana sem voru aðeins 18 en 3 cavalierhvolpar fóru í dóm hjá Svend Lövenkjær frá Danmörku.

Besti hvolpur tegundar var Drauma Sjarmi eigandi og ræktandi Ingibjörg E.Halldórsdóttir.
Besti hundur tegundar – BOB var Hrísnes Selma, eigandi Anna Þórðardóttir Bachmann og ræktandi Þuríður Hilmarsdóttir. BOS var ISJCh RW-16 Magic Charm´s Artic, eigandi María Tómasdóttir og ræktandi Unni Lima Olsen. Bæði fengu íslensk og alþjóðleg meistarstig, cert og Cacib.

Nánari úrslit voru þannig:
7 rakkar voru sýndir í 2 flokkum, unghunda- og opnum flokki. 4 fengu excellent og meistaraefni og 3 very good.
Rakkar (7 )
Unghundaflokkur (3)
1 ex.ck ISJCh RW-16 Magic Charm´s Artic, eig.María Tómasdóttir, rækt. Unni Lima Olsen 
2 ex.ck Kvadriga´s Surprise, eig. Guðríður Vestars, rækt. Torill Undheim
2 vg. Fjallalilju Henry, eig. Droplaug Lára Kjerúlf, rækt. Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Opinn flokkur (4 )
1 ex.ck Hrísnes Max, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
2 ex.ck Ljúflings Kiljan, eig. og rækt. María Tómasdóttir
3 vg Demantslilju Prins, eig. Þórunn A.Pétursdóttir, rækt. Halla Björk Grímsdóttir
4 vg Eldlilju Rambó, eig. Alma Björk Ragnarsdóttir, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
Úrslit  bestu rakkar tegundar –með ck = meistaraefni
1. ISJCh RW-16 Magic Charm´s Artic – cert og Cacib
2. Hrísnes Max – vara cacib
3. RW-15 Ljúflings Kiljan
4. Kvadriga´s Surprise

Tíkur (11))
11 tíkur voru skráðar í þremur flokkum, 8 fengu excellent og 4 very good, 5 tíkur fengu meistaraefni.
Unghundaflokkur (4)
1 ex.ck Ljúflings Lay Low, eig. og rækt. María Tómasdóttir
2 ex. Ljúflings Mona Lisa, eig. Hlíf Björnsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
3 ex. Kyza, eig. Elísabet Stefánsdóttir, rækt. Klara Björnsdóttir
4 vg. ISJCh Teresajo Sabrina Una, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Dominika Troscianko/Teresa Joanna Troscianko
Opinn flokkur (5)
1 ex.ck Hrísnes Selma, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
2 ex.ck RW-16 Drauma Glódís, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir
3 ex. Bjargar Bríet Korka Sól, eig. Hildur Guðrún Gunnarsdóttir, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir
4 vg. Demantslilju Emma, eig. Þórunn A.Pétursdóttir, rækt. Halla Björk Grímsdóttir
5 vg Sjávarlilju Birta, eig. og rækt. Sigurbjörg Guðmundsdóttir
Meistaraflokkur (2)  
1 ex.ck. C.I.B.ISCh RW-13 Mjallar Björt, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
2 ex.ck. C.I.B.ISCh Ljúflings Hetja, eig. og rækt. María Tómasdóttir
Úrslit – bestu tíkur tegundar- með meistaraefni
1. Hrísnes Selma, cert og Cacib
2. C.I.B.RW-13 ISCh Mjallar Björt, v-Cacib
3. Ljúflings Lay Low,
4. C.I.B.ISCh Ljúflings Hetja
5. RW-16 Drauma Glódís

Hrísnes Selma sem var BOB komst í 8 hunda úrslit í tegundahópi 9, sem telst mjög góður árangur í þessum tegundahópi þar sem yfir 20 tegundir keppa til úrslita.

Dýrabær gaf eignarbikara og færum við þeim bestu þakkir.

Deildin sá ásamt öðrum um uppsetningu, frágang og vinnu á sýningunni og sendir stjórnin öllum sem komu að því sínar innilegustu þakklætiskveðjur.

Deildin óskar öllum innilega til hamingju með árangurinn.

Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru.