Fundarstaður: Heiðnaberg. Fundarmeðlimir: Bryndís, Gerður, Hrönn, Ingibjörg og Þóra. Fundur hófst kl. 20.00.Dagskrá:1. Dómar nóvembersýningar Farið var yfir dóma seinustu sýningar. 2. Stigahæstu Cavalierar 2016 Farið var yfir lista yfir stigahæstu hunda ársins. Á árinu voru fimm sýningar. Fjórir stigahæstu hundarnir verða heiðraðir við aðventukaffi deildarinnar 26. nóvember. Listinn yfir stigahæstu hundana verður settur inn á Facebooksíðu deildarinnar. 3. Deildarsýning 2017 Staðan var tekin á undirbúningi tvöfaldrar deildarsýningar í apríl á næsta ári sem er komin vel á veg. HRFÍ hefur samþykkt sýninguna og búið er að útvega dómara. Stjórnin setur inn tilkynningu á Facebooksíðu deildarinnar og mun upplýsa deildarmeðlimi reglulega fram að sýningu. 4. Sámur Stjórninni barst boð um að senda inn grein í næsta tölublað, Jóla Litli Sámur, um viðburði ársins. Tekin var ákvörðun um að gera það og senda t.d. myndir frá aðventukaffi deildarinnar. 5. Hóp-hjartaskoðun febrúar 2017 Fyrirhugað er að standa fyrir hóp-hjartaskoðun í febrúar á næsta ári. Nánari upplýsingar um það þegar nær dregur. 6. Önnur mál a) Nóvembersýning 2016 18 hundar voru sýndir á þeirri sýningu auk þriggja hvolpa og gekk í heildina vel. Deildin útvegaði sjálfboðaliða sem tóku þátt í vinnu við sýninguna, svo sem uppsetningu, frágang og miðasölu. Stjórnin þakkar þeim sem tóku þátt fyrir sitt framlag. HRFÍ bauð sjálfboðaliðum til pizzuveislu þriðjudaginn 15. nóvember, var það í fyrsta sinn sem það er gert og féll það vel í kramið. b) Feldhirðunámskeið Göngu- og viðburðanefnd kom á fót feldhirðufræðslu í byrjun nóvember sem heppnaðist vel. Færri komust þó að en vildu. Gurrý í Dýrabæ bauð upp á námskeiðið og þakkar stjórn henni fyrir vel heppnað kvöld.Fundi var slitið kl. 22.15. Fundargerð ritaði Þóra Margrét Sigurðardóttir, ritari. |