5. Stjórnarfundur 2016

Fimmtudaginn 22.9. var 5. stjórnarfundur cavalierdeildar HRFÍ haldin heima hjá formanni og hófst fundurinn kl. 19:30 

Mættar voru: Gerður Steinarrsdóttir, formaður, Þóra M. Sigurðardóttir ritari, Ingibjörg E.Halldórsdóttir, Bryndís Óskarsdóttir og Hrönn Thorarensen. 

Dagskrá fundarins:

1. Dómar septembersýningar 
Farið var yfir dóma síðustu sýningar. 

2. Augnskoðanir 2016
Farið var yfir lista cavalierhunda sem farið hafa í augnskoðun á þessu ári. 

3. Deildarkynning í Sámi
Ritstjórn Sáms hafði samband við formann deildarinnar og bauð deildinni að vera með deildarkynningu í næsta tölublaði Sáms. Stjórnin samþykkti það og verður unnið að því á næstu dögum.  

4. Deildarviðburðir
Rætt var um skoðanakönnun sem göngu -og viðburðarnefnd stóð fyrir á Facebook síðu deildarinnar. Farið var yfir hvað þótti áhugaverðast og hvað sé næst á döfinni, undirbúningur er í gangi í nefndinni. 
 
5. Önnur mál
 Kynningarnefnd mun sjá um að kynna tegundina á Smáhundadögum í Garðheimum 24. og 25. september næstkomandi. 

Gengið var frá umsókn um deildarsýningu vorið 2017


Fundi var slitið kl. 21.30. 
Fundargerð ritaði Þóra Margrét Sigurðardóttir.