Fundarstaður: skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15, Reykjavík. Fundarmeðlimir: stjórnin (Bryndís Óskarsdóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Hrönn Thorarensen, Ingibjörg E. Halldórsdóttir og Þóra Margrét Sigurðardóttir) auk 11 fundargesta. Fundur hefst kl. 20.00. Dagskrá: 1. Setning aðalfundar Gerður, formaður stjórnar, setur fundinn og færir Bryndísi fundarstjórn og Þóru Margréti ritun á skýrlsu fundar, sem var samþykkt. 2. Dagskrá fundar Bryndís kynnir dagskrárliði fyrir gestum fundarins. 3. Skýrsla stjórnar 2016 Þóra Margrét les skýrslu stjórnar frá síðasta ári. Skýrslan fylgir hér að neðan. (sjá undir Deildin – Ársskýrslur – fundargerðir) 4. Stjórnarkjör Þrír meðlimir stjórnar klára nú sitt tveggja ára kjörtímabil og því er kosið í þrjú sæti. Þær Gerður, Ingibjörg og Þóra Margrét hafa lokið sínu tímabili en þær gefa allar kost á sér aftur. Engin mótframboð bárust og því halda þær áfram í stjórninni. 5. Skipun í nefndir Stjórn áttaði sig á því engar reglur um hlutverk og skipulag nefnda var til innan deildarinnar og fór því í að útbúa slíkar reglur eftir fyrirmynd annarra deilda. Þær reglur eru kynntar á aðalfundinum og samþykktar af fundarmeðlimum. Reglurnar fylgja hér að neðan. Göngunefnd: Bryndís Óskarsdóttir, Halldóra Konráðsdóttir, Hildur Guðrún Gunnarsdóttir, Hrönn Thorarensen og Laufey Guðjónsdóttir ganga allar úr göngunefnd. Anna Þórðardóttir Bachmann er áfram í nefndinni og Þóra Margrét Sigurðardóttir, sem hefur undanfarna mánuði starfað með nefndinni, mun halda því áfram. Sesselja Jörgensen býður sig fram nefndina. Í nefndinni eru því eins og er þrír meðlimir og eru áhugasamir hvattir til að bjóða sig fram við nefndarmeðlimi eða stjórnina. Breyting er á nafni nefndarinnar og heitir hún nú göngu- og viðburðanefnd. Kynningarnefnd: Halldóra Konráðsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir, María Tómasdóttir og Þóra Margrét Sigurðardóttir sitja í kynningarnefnd. Gerður Steinarrsdóttir bætist við. Sýningarnefnd: Stjórn situr í sýningarnefnd og kallar til aðra deildarmeðlimi eftir þörfum. Í ræktunarráði sitja áfram Gerður Steinarrsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir og María Tómasdóttir. 6. Göngugarpur ársins 2016 Að venju er göngugarpur deildarinnar heiðraður en það er sá deildarmeðlimur sem mætt hefur í flestar göngur síðastliðið ár. Að þessu sinni er það Sesselja Jörgensen sem mætti í flestar göngur árið 2016, sex göngur af 11 en það er annað árið í röð sem hún hlýtur þau verðlaun ásamt hundinum sínum, honum Erpi. Fengu þau rós og farandbikar. 7. Önnur mál a) Stjórn deildarinnar veitir Maríu Tómasdóttur heiðursviðurkenningu fyrir göfugt og óeigingjarnt starf í þágu tegundarinnar undanfarna áratugi og ómetanlegt framlag til ræktunar Cavalier King Charles Spaniel á Íslandi. (sjá mynd) María tekur við heiðursskjali og blómvendi sér til heiðurs. Með henni á myndinni er Gerður formaður deildarinnar og Ingibjörg varaformaður. b) Þátttöku deildarmeðlima í göngur og ýmsa viðburði hefur farið fækkandi að undanförnu. Fundarmeðlimir velta fyrir sér mögulegum ástæðum fyrir fækkuninni og hvað hægt sé að taka til ráða. Ákveðnir punktar um tímasetningu og fyrirkomulag koma fram og verða þeir teknir til skoðunar af göngu- og viðburðanefnd.Formlegum fundi er slitið kl. 21.05. Að fundi loknum er gestum boðið upp á snittur og kökuhlaðborð í boði stjórnar og göngunefndar. Eftir veitingar og spjall um cavalierhunda flytur Steinunn Geirsdóttir dýralæknir fræðsluerindi um skyndihjálp hunda. Auk þess fjallar hún um legbólgur að ósk fundargesta. – Mjög flott og fróðlegt erindi hjá Steinunni og þakkar stjórnin henni kærlega fyrir komuna. Aðalfundurinn að þessu sinni heppnaðist vel. Mæting var heldur dræm en það kom ekki að sök, andinn var léttur og þægilegur og þakkar stjórn kærlega fyrir komuna.Fundargestir: Ásta Björg Guðjónsdóttir Bryndís Óskarsdóttir Edda Hallsdóttir Finnbogi Gústafsson Gerður Steinarssdóttir Halldóra Konráðsdóttir Hildur Guðrún Gunnarsdóttir Hrönn Thorarensen Ingibjörg E. Halldórsdóttir Magnús Þór Aðalsteinsson María Tómasdóttir Sesselja Jörgensen Sigríður Elsa Oddsdóttir Sigurjón Stefánsson Yrsa Pálína Ingólfsdóttir Þóra Margrét SigurðardóttirFundargerð ritar Þóra Margrét Sigurðardóttir, ritari. Reglur nefnda Cavalierdeildar HRFÍ 1. HLUTVERK NEFNDA: 1.1 Hver nefnd ber ábyrgð á eftirfarandi hlutum: * Göngu og viðburðanefnd: Skipuleggur viðburði með/án hunda. Skipuleggur göngur, hittinga og aðra viðburði. * Sýningarnefnd: Hjálpar til við skipulag, uppsetningu og undirbúning sérsýninga og heldur utan um árlegu uppsetningu sýningar HRFÍ í nóvember. * Kynningarnefnd: Sér um kynningu á tegundinni á smáhundadögum og á sýningum HRFÍ. 1.2 Sé um stærri viðburði að ræða er deildum frjálst að vinna saman. 1.3 Séu trúnaðarmál borin til nefnda ber nefndarmeðlimum skylda að halda þagnareið. Verði brotið á reglu þessari mun nefndarmeðlimur gerður brottrækur samkvæmt reglu 4.2. 2. UPPBYGGING NEFNDA: 2.1 Í hverri nefnd eru skipaðir í mesta lagi 6 manns ásamt stjórn deildarinnar. Öll vinna innan nefnda er sjálfboðavinna. 2.2 Áhugasamir aðilar geta boðið sig fram í nefndir. Stjórn deildarinnar mun kappkosta við að kynna starf nefndanna og óska eftir áhugasömum framboðum fyrir fyrsta fund stjórnar eftir ársfund en á þeim fundi tilnefnir stjórn í nefndir deildarinnar. 2.3 Þær nefndir sem ekki verða fullmannaðar eftir fyrsta fund stjórnar eftir ársfund eru með opið kjör og getur fólk þá boðið sig fram í þær hvenær sem er með samþykki stjórnar. 3. HLUTVERK STJÓRNAR Í NEFNDUM: 3.1 Stjórn deildarinnar hefur yfirlit yfir störfum nefndar og er frjálst að mæta á fundi nefnda. 3.2 Við skipulag viðburða sem þarfnast fjármagns þurfa nefndir að leggja fram kostnaðaráætlun til stjórnar sem mun samþykkja hana eða hafna. Við höfnun kostnaðaráætlunar mun stjórn þurfa að geta komið með uppástungur um hvernig og hvað má betur fara. 4. BROTTREKSTUR OG UPPSÖGN: 4.1 Ef meðlimur nefndar þykir óvirkur að mati annarra nefndarmeðlima ber þeim að tilkynna það til stjórnar sem mun ræða við eftirfarandi einstakling. 4.2 Gerist nefndarmeðlimur sekur um að halda ekki þagnaskyldu um trúnaðarmál sem borin eru nefndinni verður sá einstaklingur gerður brottrækur úr nefndinni tafarlaust. |