3. Stjórnarfundur 2017


Fundarstaður: Heiðnaberg, Reykjavík.
Fundarmeðlimir: Bryndís Óskarsdóttir, Gerður Steinarsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir og Þóra Margrét Sigurðardóttir.
Fundur hófst kl. 19.30
Dagskrá:
1. Stjórn skiptir verkum
Lítilsháttar breytingar urðu á hlutverkum stjórnarmeðlima en Hrönn tekur við af Þóru sem ritari stjórnar.

Breyting varð á göngunefnd deildarinnar, fimm meðlimir gengu úr nefndinni og eftir situr Anna Þ. Bachmann. Þóra Margrét bættist formlega við auk þess sem Sesselja Jörgensen bauð sig fram í nefndina á aðalfundinum. Við bjóðum hana velkomna. Eins og er eru aðeins þrír meðlimir í nefndinni og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við nefndarmeðlimi eða stjórn. Einnig var gerð breyting á nafni nefndarinnar en nú er það göngu- og viðburðanefnd.

2. Kosning formanns
Gerður verður áfram formaður og Ingibjörg varaformaður. Bryndís og Þóra Margrét eru meðstjórnendur.3. Önnur mál
a) Stjórn hefur fengið í hendur lista yfir virka cavaliereigendur innan HRFÍ en þeir eru 187 talsins.

b) Farið var yfir fyrirkomulag sýningarþjálfunar sem deildin kom á fyrir deildarsýninguna. Karen Ösp mun sjá um þjálfun 1., 3., 8. og 10. apríl. Staðsetning og tími kemur fram í tilkynningu sem stjórn setur á síður deildarinnar á Facebook.

c) Sýningarnefnd var kölluð til fundar kl. 20 vegna deildarsýningarinnar. Það voru þær María Tómasdóttir og Guðríður Vestars sem funduðu með stjórninni um skipulagningu og áframhaldandi undirbúning.Fundi var slitið kl. 22.30.
Fundargerð ritaði Þóra Margrét Sigurðardóttir, ritari.