Alþjóðlegsýning 2017

Úrslit af alþjóðlegri sýningu HRFÍ 25.júní 2017

Sunnudaginn 25. júní var alþjóðleg sýning HRFÍ í frábæru veðri í Víðidal er langþráð sólin lét loksins sjá sig. Góð tilbreyting frá laugardeginum þegar blés ansi hraustlega köldum andvara, þannig að eigendur hundanna áttu fullt í fangi með að halda hári og feldi í skefjum.  Heldur færri cavalierar voru skráðir eða 20. Hanne Laine Jensen frá Danmörku dæmdi cavalierana og hafði nokkuð aðra skoðun á tegundinni en dómari laugardagins, Kari Jarvinen frá Finnlandi sem dæmdi tegundahóp 9.

BOB var RW-17 Ljúflings Merlin Logi og BOS ISCh RW-16 Drauma Glódís. Merlin Logi fékk sitt annað meistarastig og fyrsta Cacib stig og Drauma Glódís sitt þriðja Cacib stig. Tíkarmeistarastigið kom í hlut Ljúflings Lay Low sem var 2. besta tík.

Merlin Logi keppti síðan í tegundahópi 9, en náði því miður ekki sæti þar.

Myndir frá sýningunni eru á facebook síðu deildarinnar „Cavalierar HRFÍ got og aðrir viðburðir „

Úrslit voru þannig:
Rakkar (6)
6 rakkar voru skráðir í þremur flokkum, 4 fengu „excellent“ og 2 „very good“. Dómarinn gaf 3 rökkum meistaraefni.

Ungliðaflokkur (1)
1.sæti ex. Drauma Sjarmi, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

Opinn flokkur (4)
1.sæti ex.ck. Ljúflings Merlin Logi, eig. Rúnar Már Sverrisson/Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
2.sæti ex.ck. Kvadriga´s Surprise, eig. Guðríður Vestars, rækt. Torill Undheim
3.sæti vg. RW-15 Ljúflings Kiljan, eig. og rækt. María Tómasdóttir
Eldlilju Rökkvi mætti of seint en fékk umsögnina vg. utan hrings, eig.og rækt. Þórunn A.Pétursdóttir

Meistaraflokkur (1)
1.sæti ex.ck. ISCh ISJCh RW-16 Magic Charm´s Artic, eig. María Tómasdóttir og rækt. Unni Lima Olsen

Úrslit – bestu rakkar tegundar m/meistarefni

  1. RW-17 Ljúflings Merlin Logi – meistarastig og Cacib
  2. ISCH ISJCH RW-16 Magic Charm´s Artic – vara-Cacib
  3. Kvadriga´s Surprise

TÍKUR (14)

14 tíkur voru skráðar í 5 flokkum, 9 fengu „excellent“, 5 „very good“ og 2 fengu meistaraefni.

Ungliðaflokkur (1)
1.sæti ex.Litlu-Giljár Arabella, eig. og rækt. Gerður Steinarsdóttir

Unghundaflokkur (2)
1.sæti ex. Eldlilju Coco, eig. Danfríður Árnadóttir, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
2.sæti vg. Attis´s Quantella, eig. Þórunn A.Pétursdóttir, rækt. Aina Rudshaug

Opinn flokkur (9)
1.sæti ex.ck. Ljúflings Lay Low, eig. og rækt. María Tómasdóttir
2.sæti ex. Bjargar Bríet Korka Sól, eig. Hildur Guðrún Gunnarsdóttir, rækt. Ásta Björg Guðjónsdóttir
3.sæti ex.Drauma Evita, eig. Þóra Margrét Sigurðardóttir, rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir
4.sæti ex. RW-15 Hrísnes Sonja, eig. og rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

Meistaraflokkur (1)
1. sæti ex.ck. ISCh RW-16 Drauma Glódís, eig. og rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir

Öldungaflokkur  (1)
1. sæti ex. hv. öld.m.stig C.I.B.ISCh RW-13 Mjallar Björt. Mjallar Björt keppti um besta öldung sýningar en komst ekki í úrslit.

Úrslit – bestu tíkur tegundar – allar m/meistaraefni

  1. ISCh RW-16 Drauma Glódís – Cacib
  2. Ljúflings Lay Low, meistarastig og vara-Cacib

Cavalierdeildin gaf eignarbikara.

Deildin óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega látið vita ef einhverjar eru!