Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ – 6.júlí 2017
Fundarstaður: Heiðnaberg, Reykjavík.
Mættar: Bryndís Óskarsdóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Hrönn Thorarensen, Ingibjörg E.Halldórsdóttir og Þóra Margrét Sigurðardóttir
Fundur hófst kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Dómar frá deildarsýningunni sem haldin var þann 22. apríl og dómar frá Reykjavik Winner 24. júní og alþjóðlegri sýningu 25. júní 2017
Farið var yfir dóma sýninganna.
2. Innflutningur á cavalierhundum
Samantekt á innflutningi á hundum frá 1991 til 2017. Samtals hafa verið fluttir inn 69 hundar frá 1991. Lítill innflutningur hefur verið á síðustu árum og er það áhyggjuefni. Vonandi stendur það til bóta ef sóttkví verður stytt í tvær vikur. Þá gæti opnast fyrir þann möguleika að fá rakka lánaða hingað til lands og eins myndi það verða til að lækka kostnað við innflutning.
3. Hjartareglan
Nauðsynlegt er að lagfæra orðalag varðandi hjartaregluna á síðu HRFÍ svo hún sé auðskiljanlegri. Erindi hefur nú þegar verið sent til HRFÍ vegna þessa.
4. Aldur undaneldisdýra
Hækka þarf lágmarksaldur undaneldisdýra í tvö og hálft ár í samræmi við það sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum vegna míturlokusjúkdómsins í tegundinni. Talið er að marktækur árangur náist með því að hækka lágmarksaldur fyrir fyrstu pörun, þannig að foreldrar undaneldisdýranna hafi þá náð a.m.k. 5 ára aldri sem gefur markverðari upplýsingar en þegar þeir eru aðeins 4ra ára.
5. Önnur mál
Rætt var um mikilvægi þess að koma á sáttanefnd innan HRFÍ til að úrskurða um ágreining sem kemur stundum upp á milli ræktenda og hvolpakaupenda.
Fundi var slitið kl. 23.30.