Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 12. október 2017Fundarstaður: Heiðnaberg, Reykjavík Mættar: Bryndís Óskarsdóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Hrönn Thorarensen, Þóra Margrét Sigurðardóttir og Ingibjörg E.Halldórsdóttir.Fundur hófst kl. 20:00Dagskrá: 1. Dómar frá Alþjóðlegri sýningu 15. – 17. september. Farið var yfir dóma sýninganna. 2. Hjartareglan Vísindanefnd og stjórn HRFÍ hefur samþykkt breytingar á lágmarksaldri til undaneldis og hefur hjartareglunni verið breytt í samræmi við það. 3. Fulltrúarráðsfundur HRFÍ 5. október Formenn allra deilda voru boðaðir á fundinn. Farið var yfir breytingar á starfsreglum ræktunardeilda auk þess að skilyrðum um stofnun nýrra deilda var breytt. Þá var einnig gerð breyting á reglum um stjórnir deilda og nefnda innan þeirra. Breytingarnar má sjá á vef HRFÍ. 4. Hóphjartaskoðun Stefnt er að hafa næstu hóphjartaskoðun í nóvember. 5. Fjáröflun fyrir deildina Ljóst er að deildin þar að afla frekari tekna til að standa straum af kostnaði vegna verðlauna á sýningum og vegna viðburða á vegum deildarinnar. Ýmsar hugmyndir komu fram. 6. Önnur mál Rætt var um aukningu fjölda gota á árinu miðað við síðasta ár en komin eru 17 got og 68 hvolpar.Fundi slitið kl. 22:30 f.h.stjórnar Fundargerð ritaði Hrönn Thorarensen, ritari | |