1. Stjórnarfundur 2018

Fundarstaður: Heiðnaberg, Reykjavík

Mættar: Bryndís Óskarsdóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Hrönn Thorarensen, Þóra Margrét Sigurðardóttir og Ingibjörg E.Halldórsdóttir. Fundur hófst kl. 20:00

Dagskrá:

  1. Dómar frá Winter Wonderland sýningu HRFÍ 24. – 26. nóvember 2017. Farið var yfir dóma sýningarinnar.
  2. Dagsetning fyrir aðalfund Cavalierdeildar HRFÍ rædd og ákveðið að halda fundinn þann 6.mars n.k.. Á fundinum fer fram stjórnarkjör ásamt fræðsluerindi.
  3. Göngur. Rætt var um minnkandi þátttöku í göngum á vegum deildarinnar, mögulegar orsakir og hvernig sé hægt að bregðast við því.
  4. Önnur mál. Ákveðið var að hækka leiðbeinandi hvolpaverð í kr. 210.000,- án líf- og sjúkratryggingar og í kr. 230.000,- með tryggingum.  Rakkatollur verður því samkvæmt þessu kr. 42.000,- á hvern hvolp án pörunargjalds.

Fundi slitið kl. 22:30 f.h.stjórnar

Fundargerð ritaði Hrönn Thorarensen, ritari