Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2023 fyrir árið 2022
Síðumúla 15, Reykjavík.
14. febrúar 2023 kl. 20.00
Setning ársfundar
Formaður deildarinnar, Anna Þórðardóttir Bachmann opnaði fundinn og bauð fundargesti velkomna. Fundur var settur kl. 20.04.
Öldungur heiðraður
Aldursforseti deildarinnar árið 2022 er Ljúflings Þytur en hann er fæddur 29. september 2007. Hann varð því 15 ára og 3 mánaða um áramótin síðustu. Foreldrar hans eru þau Lanola Pearl Dancer, fæddur í Englandi en kom hingað frá Svíþjóð og Jörsi´s Stuegris innflutt frá Noregi. Eigandi hans Sigríður G. Guðmundsdóttir tók á móti viðurkenningu og blómum. Ræktandi Ljúflings Þyts er María Tómasdóttir.
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Formaður lagði til Guðbjörgu Guðmundsdóttur sem fundarstjóra og Völku Jónsdóttur sem ritara og var það samþykkt án athugasemda.
Lesa áfram Fundargerð ársfundar 2023 →