Fundarstaður: skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15, Reykjavík.
Fundarmeðlimir: stjórnin (Bryndís Óskarsdóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Hrönn Thorarensen, IngibjörgE. Halldórsdóttir og Þóra Margrét Sigurðardóttir) auk 14 fundargesta.
Fundur hófst kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Setning aðalfundar
Gerður, formaður stjórnar, setti fundinn og skipaði Bryndísi fundarstjóra og Hrönn fundarritara og var það samþykkt.
2. Dagskrá fundar
Bryndís kynnti dagskrárliði fyrir gestum fundarins.
3. Skýrsla stjórnar 2017
Gerður las skýrslu stjórnar frá síðasta ári.
4. Stjórnarkjör
Hrönn Thorarensen og Bryndís Óskarsdóttir hafa lokið sínu 2ja ára kjörtímabili og gaf Hrönn kost á sér áfram en Bryndís bauð sig ekki fram til endurkjörs. Valka Jónsdóttir bauð sig fram og þar sem önnur framboð komu ekki voru þær Hrönn og Valka kosnar í stjórnina.
5. Skipun í nefndir
Göngu og viðburðarnefnd: Vegna dræmrar þátttöku í göngum undanfarin misseri ákvað stjórn að þessi þáttur deildarinnar yrði endurskoðaður þegar ný stjórn tæki við. Það er því engin starfandi göngu- og viðburðarnefnd eins og er.
Kynningarnefnd: Halldóra Konráðsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir,
Steinunn Rán Helgadóttir, Gerður Steinarrsdóttir og Þóra M.Sigurðardóttir sitja í kynningarnefnd. Steinunn Rán kemur í stað Maríu Tómasdóttur sem gaf ekki kost á sér áfram í nefndina.
Ræktunarráð: Í ræktunarráði sitja áfram Gerður Steinarrsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir og María Tómasdóttir.
6. Önnur mál
1. Rakkalisti.Gerður fór yfir tilgang rakkalista og lagði áherslu á að ræktunarstjórn væri fyrst og fremst ráðgefandi aðili um allt er viðkemur ræktun og að á rakkalista á hverjum tíma séu allir rakkar sem hafa uppfyllt þær heilsufarskröfur sem deildin gerir og hafa verið sýndir með viðundandi árangri.
2. Ræktunarreglur og brot á þeim. Hrönn ræddi um brot á ræktunarreglum deildarinnar og HRFÍ og hversu alvarlegar afleiðingar slíkt hefði gagnvart tegundinni, deildinni, HRFÍ og ekki síst hvolpakaupendum.
Formlegum fundi var slitið kl. 21:15
Að fundi loknum var gestum boðið upp á kökuhlaðborð í boði stjórnar og göngunefndar. Eftir veitingar og spjall flutti Þórhildur Bjartmarz erindi um umhverfisþjálfun hvolpa og fullorðinna hunda. Áhugavert og fróðlegt erindi hjá Þórhildi og þakkar stjórnin henni kærlega fyrir komuna.
Nokkur átök voru á fundinum vegna breytinga á göngu- og viðburðarnefnd. Að öðru leyti var fundurinn ánægjulegur og þakkar stjórn fundargestum kærlega fyrir komuna.
Fundargestir:
Anna Þórðardóttir Bachmann
Arna Sif Kærnested
Ásta Björg Guðjónsdóttir
Bryndís Óskarsdóttir
Edda Hallsdóttir
Finnbogi Gústafsson
Gerður Steinarssdóttir
Guðríður Vestars
Halldóra Konráðsdóttir
Hildur Guðrún Gunnarsdóttir
Hrönn Thorarensen
Ingibjörg E. Halldórsdóttir
María Tómasdóttir
Sesselja Jörgensen
Sigurjón Stefánsson
Steinunn Rán Helgadóttir
Valka Jóndóttir
Þóra Margrét Sigurðardóttir
Þórdís Gunnarsdóttir
Fundargerð ritaði Hrönn Thorarensen, ritari.