3. Stjórnarfundur 2018

Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 12. mars 2018

Fundarstaður: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15

Mættar: Valka Jónsdóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Hrönn Thorarensen og Þóra Margrét Sigurðardóttir.

Fundur hófst kl. 20:00 

Dagskrá: 

  1. Stjórnin skipti með sér verkum:  Gerður Steinarrsdóttir er formaður, Ingibjörg E. Halldórsdóttir varaformaður og Hrönn Thorarensen ritari.
  2. Kynningarnefnd.  Í kynningarnefnd deildarinnar sitja Ingibjörg E. Halldórsdóttir, Þóra Margrét Sigurðardóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Halldóra Konráðsdóttir og Steinunn Rán Helgadóttir.
  3. Ræktunarráð. Ræktunarráð deildarinnar skipa Gerður Steinarrsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir og María Tómasdóttir.
  4. Rætt var um brot ræktanda á ræktunarreglum deildarinnar og ákveðið að senda bréf til stjórnar HRFÍ.
  5. Ákveðið var að stjórnarmeðlimir komi með hugmyndir varðandi göngur og viðburði á vegum deildarinnar á næsta fundi.

Fundi slitið kl. 22:30

Fundargerð ritaði Hrönn Thorarensen