Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 12. mars 2018
Fundarstaður: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15
Mættar: Valka Jónsdóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Hrönn Thorarensen og Þóra Margrét Sigurðardóttir.
Fundur hófst kl. 20:00
Dagskrá:
- Stjórnin skipti með sér verkum: Gerður Steinarrsdóttir er formaður, Ingibjörg E. Halldórsdóttir varaformaður og Hrönn Thorarensen ritari.
- Kynningarnefnd. Í kynningarnefnd deildarinnar sitja Ingibjörg E. Halldórsdóttir, Þóra Margrét Sigurðardóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Halldóra Konráðsdóttir og Steinunn Rán Helgadóttir.
- Ræktunarráð. Ræktunarráð deildarinnar skipa Gerður Steinarrsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir og María Tómasdóttir.
- Rætt var um brot ræktanda á ræktunarreglum deildarinnar og ákveðið að senda bréf til stjórnar HRFÍ.
- Ákveðið var að stjórnarmeðlimir komi með hugmyndir varðandi göngur og viðburði á vegum deildarinnar á næsta fundi.
Fundi slitið kl. 22:30
Fundargerð ritaði Hrönn Thorarensen