Góðir félagar, Á árinu sem var að líða stóð deildin fyrir nokkrum viðburðum og má þar fyrst nefna deildarsýningu í apríl, hvolpahitting í byrjun júní auk okkar árlega aðventukaffis. Deildin stóð þar að auki fyrir tveimur hóphjartaskoðunum.Á árinu voru 22 got þar af 11 í blenheim og þrílitum og 11 í heillitum, fjöldi gota var því heldur meiri en árið 2016 en þá var fjöldi gota í sögulegu lágmarki og höfðu ekki verið færri frá árinu 2002. Til samanburðar má nefna að á árunum 2005-2012 voru að meðaltali 32 got. Og má því segja að töluverður samdráttur hafi verið í ræktun allra síðustu ár og er þá mest áberandi hvað gotum í brotnu litunum hefur fækkað. Ættbókarfærðir hvolpar voru 84 talsins. Meðatal í goti var 3.81 hvolpur og athyglisvert er að meðaltalið er mun hærra í brotnu litunum eða 4.82 móti 2.81 í heillita stofninum. Alls voru 10 ræktendur með got á árinu, þar af einn nýr ræktandi Páll Skaftason. Við bjóðum hann velkominn í hópinn. Mikið jafnræði var með kynjunum því alls fæddust 42 rakkar og 42 tíkur. Blenheim hvolparnir voru langflestir eða 46, ruby 21, black and tan 10 og þrílitir 7. Eða 53 hvolpar í brotnu litunum og 31 í heillitu.Á árinu voru 13 rakkar notaðir til undaneldis. Mest notuðu rakkarnir voru Demantslilju Prins með 5 got og 19 hvolpa, ISCh RW-16 Magic Charm´s Artic 4 got og 18 hvolpa, RW-15 Ljúflings Kiljan 2 got og 10 hvolpa og ISCh Hrísnes Krummi Nói 2 got og 9 hvolpa. Aðrir rakkar feðruðu 1 got hver.RakkalistiEnn eru alltof fáir rakkar á rakkalistanum en í byrjun árs eru þeir 20. Af þessum rökkum eru 2 þrílitir, 5 blenheim, 6 ruby og 3 black and tan. Þessi fækkun helst í hendur við að færri hundar eru sýndir og augnskoðaðir. Á heimasíðu deildarinnar eru auglýst þau got, þar sem farið hefur verið eftir öllum reglum deildarinnar varðandi heilbrigðisskoðanir. Þeim ræktendum sem auglýsa á síðunni okkar hefur fækkað mikið undanfarin ár og voru aðeins 10 árið 2017 svo innkoman var því aðeins 25.000.-þúsund krónur. Deildin þarf að kosta vistun á síðunni og greiðslu lénsins sem var 28.151.- kr á árinu auk þess sem hún gefur bikara af og til. Ræktendur eru því hvattir til að styrkja síðuna með því að auglýsa gotin sín þar. Við teljum það meðmæli með gotinu enda tekið fram að undaneldisdýrin hafi uppfyllt öll þau skilyrði sem HRFÍ setur vegna ræktunar á tegundinni.Augnskoðanir 32 cavalierar voru augnskoðaðir á árinu 2017. 18 tíkur og 14 rakkar og er það mikil fækkun frá árinu áður þegar þeir voru 55. 2 rakkar fóru í ræktunarbann, annar vegna Multif. Ret. Dysplasi en hinn vegna Cortical catarakt. Eins og áður voru nokkrir sem greindust með Distischiasis eða aukaaugnhár og með cornea dystrophi eða kolestrolkristalla. Innfluttir cavalierar. Tveir innfluttir cavalierar voru skráðir í ættbók á árinu, þeir komu frá Noregi þ.e. Atti´s Quincy, ruby rakki f. 29.09.2015 og Atti´s Quantella, ruby tík f. 29.09.2015.Hjartaskoðanir Stjórn deildarinnar stóð fyrir tveimur hjartaskoðunardögum fyrir cavaliera í samstarfi við dýralækninn Steinunni Geirsdóttur.Fyrri skoðunin fór fram 9. febrúar, 36 hundar á aldrinum 2ja – 10 ára mættu og er ekki hægt að segja annað en útkoman hafi verið glæsileg. Aðeins 2 hundar greindust með murr á byrjunarstigi, annar tæplega 6 ára og hinn tæplega 9 ára, allir hinir voru fríir. Aldursforsetarnir voru systurnar Skutuls Dula og Dögun 10 ára gamlar og báðar með hjarta án míturmurrs.Seinni hjartaskoðunardagurinn var svo haldinn þann 9. nóvember en þá mættu heldur færri eða 18 cavalierar á aldrinum 2ja – 10 ára. Af þessum 18 hundum voru 15 fríir, tveir með gráðu 1 og einn með gráðu 2. Aldursforsetinn í þessari skoðun var hún Skutuls Dula 10 ára og án míturmurrs. Alls bárust deildinni 131 vottorð fyrir cavaliera sem voru hjartahlustaðir á árinu 2017, sem er töluverð aukning frá árinu áður eða um 40 %, en deildin stóð eins og fyrr segir fyrir 2 hópskoðunum í febrúar og nóvember á tilboðsverði. Eins og áður er greinilegt að ekki eru tekin vottorð á hunda sem greinast með murr nema í undantekningar tilfellum.Niðurstaða hjartavottorða á árinu er þessi: 57 cavalierar á aldrinum tæplega 2ja til 4ra ára voru skoðaðir og voru 55 fríir en 2 greindust með murr gr. 2, 25 á aldrinum 4-5 ára og voru 23 fríir og tveir með murr gr. 1. Á aldrinum 5-7 ára var 31 skoðaður og voru 28 fríir og 3 með gr. 1-3, 18 cavalierar á aldrinum 7-13 ára voru skoðaðir og voru 15 án murrs en 3 með gr. 2. Heildarniðurstaðan er því sú að af 131 cavalier var 121 frír en 10 með murr af gr. 1-3.Hjartareglan Breyting var gerð á hjartareglunni þann 6. október og lágmarksaldur undaneldisdýra hækkaður til samræmis við það í 2 ½ ár. Hjartareglan er því eftir breytingar þessi: Hjartavottorð: Lágmarksaldur undaneldisdýra er 2 ½ ár og skulu hjartavottorðin tekin eftir að þeim aldri er náð ( gildir frá 06.10.17 ). Undaneldisdýrin skulu vera án hjartamurrs og vottorðin tekin fyrir pörun. Vottorð hunda yngri en 5 ára gildir í 6 mánuði en vottorð tekin eftir 5 ára aldur gilda í 1 ár. Hunda sem hafa hreint hjartavottorð tekið eftir 6 ára aldur, má nota áfram þó þeir greinist með murr síðar. Vottorð tekin eftir 7 ára aldur gildir ævilangt. Afkvæmi hunda sem greinast með murr fyrir 4 ára aldur fara í ræktunarbann. Til að vottorð sé gilt þarf að nota eyðublöð frá HRFÍ. Hjartavottorð þarf að fylgja ættbókarskráningu og niðurstaða kunn fyrir pörun. Einungis eru tekin gild vottorð fagdýralækna sem hlotið hafa þjálfun í að greina hjartamurr hjá hjartasérfræðingi. (gildir frá 01.06.2015) Með því að hækka lágmarksaldur undaneldisdýra í 2 ½ ár verða foreldrar undaneldisdýranna að lágmarki 5 ára gömul og ættu þá að vera án hjartamurrs. Þannig er hægt að meta hvort undaneldisdýrin eru æskileg til ræktunar eða ekki. Ef foreldrar eru ekki fríir af murri við 5 ára aldur eru afkvæmin ekki æskileg til undaneldis. Til að hægt sé að meta þetta verða eigendur hunda sem notaðir hafa verið í ræktun að taka 5 ára hjartavottorð fyrir þá og helst á hverju ári eftir það þangað til murr greinist. Síðan 1998 hafa erfðafræðingar og hjartasérfræðingar gefið þessar ráðleggingar til að seinka megi þeim aldri sem cavalierar fá hjartamurr og þannig lengt lífaldur þeirra en alltof margir cavalierar deyja fyrir aldur fram úr þessum sjúkdómi. DNA prófum fyrir Episodic Falling og Curly Coat hefur fækkað mikið þar sem í flestum tilfellum er ræktað undan fríum hundum. En alls vor 6 hundar skoðaðir á árinu og voru 5 fríir en einn arfberi fyrir curly coat.Aldursforseti tegundarinnar Aldursforseti tegundarinnar 2017 er hún Elba en hún varð 15 ára þann 7. febrúar síðastliðinn. Elba heitir í ættbók Tibama´s Imaginary Nala, hún er fædd í Noregi og var flutt inn af Þórdísi Þórsdóttur. Þórdís tók eitt got undan Elbu undir ræktunarnafninu Díseyjar og hélt dóttur hennar Díseyjar Anne Marie, en ekki varð framhald á þeirri ræktun. Ræktandi Elbu var Aud Holtskog sem seldi hingað 8 cavaliera sem góður stofn hefur komið undan. Núverandi eigandi Elbu er Unnur Berg.Sýningar Deildarsýning Cavalierdeildar HRFÍ fór fram 22. apríl 2017 á Korputorgi. 48 cavalierar voru skráðir þar af 6 í hvolpaflokkunum. Dómari var Mr. Svein Erik Björnes frá Danmörku sem var einstaklega elskulegur bæði við hunda og sýnendur og útskýrði framkvæmd sýningarinnar reglulega fyrir áhorfendum. Hann skrifaði einnig mjög ítarlega dóma um hvern hund, kosti hans og galla. Auk hefðbundinnar dagskrár voru einnig litadómar, þar sem þeir hundar sem höfðu besta litinn í litaafbrigðunum fjórum fengu verðlaun. Í úrslitum sýningar voru valdir fjórir hundar í BIS, auk BOB og BOS. Dýrabær gaf bikara og deildin gaf rósettur fyrir öll vinningssætin. Sýningarstjóri var Brynja Tomer, hringstjóri Ásta María Guðbergsdóttir, ritari Sóley Ragna Ragnarsdóttir og aðstoðarritari Brynja Tomer. Ljósmyndari var Marsibil Tómasdóttir. Stjórn deildarinnar sá um uppsetningu sýningarinnar og fékk auk þess aðstoð frá nokkrum deildarmeðlimum. Við færum þeim öllum bestu þakkir fyrir hjálpina.BOB og BIS var ISJCh RW-16 Magic Charm´s Artic sem fékk sitt fimmta meistarastig og titillinn íslenskur meistari þar með í höfn. BOS og BIS2 var Skutuls Aþena sem fékk sitt fyrsta meistarastig. BIS3 var Kvadriga´s Surprise og BIS4 var Drauma Lay Low sem einnig var BÖS. Eldlilju Coco fékk ungliðameistarastig og var einnig besti black and tan. Besti ruby var Litlu Giljár Arabella, besti þríliti var ISJCh Teresajo Sabrina Una og besti blenheim Kvadriga´s Surprise. BIS ræktunarhópur var frá Ljúflings ræktun. BIS hvolpur Ljúflings Oliver Twist og BIS2 Ljúflings Oprah. Dýrabær gaf eignarbikara. Á árinu voru svo 5 sýningar á vegum HRFÍ, auk 4 sýninga sem voru eingöngu fyrir hvolpa. Algjört hrun hefur verið hjá okkar deild í þátttöku í sýningum HRFÍ og er það mikill skaði. Erfitt er að meta á hvaða vegi ræktunin er stödd þegar svo fáir hundar eru sýndir og þar að auki oftast sömu hundarnir. Afleiðingin er einnig sú að sárafáir rakkar bætast á rakkalistann. Ekki er gott að segja hvað veldur þessu áhugaleysi. Þegar áhugi var sem mestur á sýningum hjá okkur voru iðulega skráðir 35-50 cavalierar á hverja sýningu og á einni deildarsýnigunni voru þeir 100 talsins. Þá hvöttu ræktendur hvolpakaupendur til að sýna til að geta metið árangurinn af ræktuninni en nú virðist eitthvað minna um það.Norðurljósasýning HRFÍ fór fram 4. – 5. mars og var þetta fyrsta sýning ársins. Helgin hófst með hvolpasýningu á föstudagskvöldinu en alþjóðleg sýning fór fram á laugardag og sunnudag. 215 hvolpar voru sýndir og 660 hundar á alþjóðlegu sýningunni, eða alls 875 hundar. Þetta mun vera stærsta sýning í sögu félagsins. Kitty Sjong frá Danmörku dæmdi cavalierana, bæði hvolpa, sem voru tveir í flokknum 3 – 6 mánaða, og fullorðna sem voru 20 og einnig tegundahóp 9.BOB var Hrísnes Max sem fékk sitt þriðja meistarastig og annað Cacib stig og því íslenskur meistaratitill í höfn. BOS var Drauma Glódís sem einnig fékk þriðja meistarastigið og annað Cacib stigið og er því íslenskur meistari, auk þess sem bæði fá stig til Norðurljósa-meistara, en hundur þarf að fá tvö stig með árs millibili til að hljóta titilinn.Hrísnes Max hafði ekki sagt sitt síðasta heldur gerði sér lítið fyrir og náði 3. sætinu í harðri samkeppni í tegundahópi 9, þar sem hundar af 21 tegund mættu til leiks.Þórshamrar Minný fékk fyrra stigið til ungliðameistara. Ljúflingsræktun sýndi ræktunarhóp og fékk 1. sæti og heiðursverðlaun. Cavalierdeildin gaf eignarbikara. Dómarinn lét ekkert hafa eftir sér um tegundina í Sámi, en sagði gæði virkilega góð í þeim tegundum sem hún hefði dæmt þessa helgi.Sumarsýnig HRFÍ Helgina 23. – 25. júní var þreföld útisýning HRFÍ á túninu við reiðhöll Fáks í Víðidal. Samtals voru skráðir hundar yfir 1400 talsins og af 94 tegundum. Átta dómarar dæmdu frá 7 löndum. Reykjavík-Winner sýning félagsins fór fram laugardaginn 24. júní 2017. 22 cavalierar voru skráðir en 2 mættu ekki. Kari Jarvinen frá Finnlandi dæmdi cavalierana og að undanskildum einum sem hafði verið klipptur fengur allir excellent. Ekki leiðinlegt að fá slíka viðurkenningu frá jafn þekktum og virtum dómara. Stephanie Walsh frá Írlandi dæmdi tegundahóp 9.BOB var ISJCh Tereasjo Sabrina Una og BOS Ljúflings Merlin Logi. Bæði fengu sitt fyrsta meistarastig og titilinn RW-17. Sabrina Una stóð sig svo frábærlega í tegundahópi 9 og náði þar þriðja sætinu í harðri samkeppni við 22 aðrar tegundir. Cavalierdeildin gaf eignarbikara.Sunnudaginn 25. júní var alþjóðleg sýning HRFÍ í frábæru veðri í Víðidal er langþráð sólin lét loksins sjá sig. Góð tilbreyting frá laugardeginum þegar blés ansi hraustlega köldum andvara, þannig að eigendur hundanna áttu fullt í fangi með að halda hári og feldi í skefjum. Heldur færri cavalierar voru skráðir eða 20. Hanne Laine Jensen frá Danmörku dæmdi cavalierana og hafði nokkuð aðra skoðun á tegundinni en dómari laugardagins, Kari Jarvinen frá Finnlandi sem dæmdi tegundahóp 9.BOB var RW-17 Ljúflings Merlin Logi og BOS ISCh RW-16 Drauma Glódís. Merlin Logi fékk sitt annað meistarastig og fyrsta Cacib stig og Drauma Glódís sitt þriðja Cacib stig. Tíkarmeistarastigið kom í hlut Ljúflings Lay Low sem var 2. besta tík. Besti öldungur tegundar var C.I.B.ISCh Mjallar Björt sem fékk sitt fyrsta stig til öldungameistara. Mjallar Björt keppti svo um besta öldung sýningar en komst ekki í úrslit.Merlin Logi keppti síðan í tegundahópi 9, en náði því miður ekki sæti þar. Cavalierdeildin gaf eignarbikara.Septembersýning HRFÍ Um 700 hreinræktaðir hundar voru skráðir til leiks á alþjóðlegri sýningu HRFÍ sem haldin var í reiðhöll Fáks í Víðidal helgina 15. – 17. september. Sex dómarar dæmdu á sýningunni og komu þeir frá Sviss, Svíþjóð, Eistlandi og Finnlandi. 21 cavalier var skráður á sýninguna, þar af 2 hvolpar sem sýndir voru á föstudagskvöldið. Inga Siil frá Eistlandi dæmdi cavalierana. BOB var RW-17 Ljúflings Merlin Logi og BOS RW-15 Hrísnes Sonja, bæði með meistarastig og Cacib. Merlin Logi keppti síðan í tegundahópi 9 við 22 aðrar tegundir og náði þar 2. sætinu sem er frábær árangur. Besti ungliði var Hrísnes Tinni II með ungliðameistarastig. Þau fengu öll keppnisrétt á Crufts hundasýninguna. Merlin Logi og Sonja fengu bæði sitt 3. meistarastig og titillinn íslenskur meistari því í höfn hjá þeim báðum. Besti öldungur var C.I.B.ISCh RW-13 Mjallar Björt sem fékk sitt annað stig til öldungameistara.Cavalierdeildin gaf eignarbikara. Dómarin segir í Sámi að hún hafi séð mjög góð gæði í cavaliernum þar sem tegundargerðin hafi verið rétt ásamt því að stærðin hafi verið góð og þeir margir með vel löguð höfuð.Winter Wonderland sýning HRFÍ Föstudagskvöldið 24. nóvember fór fram hvolpasýning HRFÍ og Royal Canin í reiðhöllinni í Víðidal. Þar keppti 161 hvolpur af 44 tegundum um titilinn besti hvolpur sýningar í tveimur aldursflokkum, 3 – 6 mánaða og 6 – 9 mánaða. 2 cavalierhvolpar tóku þátt í sitt hvorum aldursflokknum og stóðu sig vel, fengu báðir framhald og heiðursverðlaun. Mrs Marie Thorpe frá Írlandi dæmi cavalierana. Eldlilju Kastani Coffee stóð sig svo frábærlega í stóra hringnum og komst í 6 hvolpa úrslit.670 hundar af 95 tegundum voru skráðir á alþjóðlega sýningu HRFÍ sem fór fram dagana 25. og 26. nóvember s.l. Sýningin var haldin í Víðidalnum og var dæmt í 5 dómhringjum. Við vorum svo heppin að fá einn virtasta dómara heims Mr. Frank Kane frá Englandi til að dæma cavalierana, en hann hefur dæmt þá út um allan heim og nú síðast á Crufts á þessu ári. Mrs. Marie Thorpe frá Írlandi dæmi svo tegundahóp 9. Eins og undanfarið hefur skráning í okkar tegund verið frekar dræm og svo var einnig nú, en aðeins 21 cavalier var skráður. Besti hundur tegundar – BOB var ISCh ISJCh RW-16 Magic Charm´s Artic. BOS var ISCh RW-15 Hrísnes Sonja. Bæði fengu sitt þriðja Cacib – alþjóðlegt meistarstig, ísl. meistarastigin komu í hlut Kvadriga´s Surprise og Ljúflings Lay Low.Magic Charm´s Artic náði svo 4. sætinu í tegundahópi 9, en þar kepptu 25 gullfallegir fulltrúar sinna tegunda um vinningssætin. Dýrabær gaf eignarbikara.Deildin sér ásamt öðrum deildum um uppsetningu, frágang og vinnu á nóvembersýningu hvers árs og færir stjórnin þeim sem að því komu innilegar þakkir. Einnig vill deildin færa Dýrabæ þakkir fyrir góðan stuðning á árinu.Uppskera ársins var því sú að við höfum eignast 5 nýja sýningarmeistara, þau Hrísnes Max, Drauma Glódísi, Magic Charm‘s Artic, Ljúflings Merlín Loga og Hrísnes Sonju. Alls komust 4 cavalier á lista HRFÍ yfir stigahæstu hunda ársins. Tegundahópur 9 er lang erfiðasti hópurinn, yfirleitt 20 tegundir eða fleiri og verður þessi árangur því að teljast mjög góður árangur. Stigahæstu hundar ársins eftir þessar 6 sýningar voru heiðraðir á aðventukaffi deildarinnar þann 10. desember. Stigahæsti hundurinn var ISCh ISJCh RW-16 Magic Charm‘s Artic með 65 stig, eigandi María Tómasdóttir, ræktandi Unni L Olsen. Í öðru sæti ISCh RW-17 Ljúflings Merlín Logi með 50 stig, eigandi Rúnar Már Sverrisson, ræktandi María Tómasdóttir. Í þriðja sæti ISJCh RW-17 Tereasjo Sabrína Una með 33 stig, eigandi Anna Þórðardóttir Backmann, ræktendur Dominika og Teresa Johanna Troscianko. Í fjórða sæti ISCh NLM Hrísnes Max með 32 stig, eigandi Laufey Guðjónsdóttir, ræktandi Þuríður Hilmarsdóttir. og í fimmta sæti Kvadriga‘s Surprice með 24 stig, eigandi Guðríður Vestars, ræktandi Torill Undheim. Dýrabær færði vinningshundunum glæsilega gjafapoka sem þeir kunnu vel að meta. Stigahæsti ræktandi ársins var Ljúflings ræktun. Kynningarmál Deildin tók þátt í smáhundakynningum í Garðheimum í febrúar og í september á síðasta ári og var aðsókn góð í bæði skiptin. Við þökkum þeim sem staðið hafa vaktina þar og kynnt tegundina okkar.Viðburðir Tveir viðburður voru haldnir á vegum deildarinnar á síðasta ári. Hvolpahittingur var haldinn í Sólheimakoti þann 7. júní og heppnaðist mjög vel. Það hittust 20 hvolpar á aldrinum 3-18 mánaða ásamt fjölskyldum sínum, alls 40 manns. Stjórnin bauð upp á pylsur, gos og snarl fyrir menn og hunda. Veðrið var gott en frekar svalt en má ætla að flestir hafi haft gaman að.Aðventukaffi deildarinnar var svo haldið þann 10.desember í Sólheimakoti þar sem fjórir stigahæstu hundar deildarinnar voru heiðraðir og einnig elsti núlifandi cavalierinn hún Tibama’s Imaginary Nala. Góð mæting var, alls 36 manns með 22 fjöruga cavaliera, svo kátt var í kotinu. Tvífættu gestirnir nutu svo veitinga af glæsilegu hlaðborði sem gestir lögðu til en deildin bauð upp á kaffi og gos að venju Göngur Óvenju léleg þáttaka var í flestum göngum deildarinnar þetta árið og hefur það verið þróunin allra síðustu ár. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvað veldur en ýmsar ástæður hafa verið nefndar en engin ein skýring hefur fundist. Það er því komið að því að endurskoða hvort og hvernig við viljum hafa framhaldið og mun það verða eitt af verkefnum næstu stjórnar að finna úr því.Stjórnin þakkar Göngu- og viðburðanefnd fyrir vel unnin störf á árinu.Nú á eftir verður kosning til stjórnar og er kosið um 2 sæti. Bryndís Óskarsdóttir og Hrönn Thorarensen hafa lokið sínu 2ja ára tímabili. Hrönn sækist eftir endurkjöri en Bryndís gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Deildin þakkar henni fyrir vel unnin störf. Stjórnin þakkar ykkur öllum fyrir gott samstarf á árinu.Að loknum fundinum mun Þórhildur Bjartmarz flytja okkur erindi um mikilvægi umhverfisþjálfunar. |