Hvolpasýning ágúst 2018

Sýningarfréttir frá hvolpasýningu HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði 24. ágúst 2018

Föstudagskvöldið 24. ágúst  fór fram hvolpasýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Þar kepptu 147 hvolpar af 35 tegundum um titilinn besti hvolpur sýningar í tveimur aldursflokkum, 3 – 6 mánaða og 6 – 9 mánaða. 23 cavalierhvolpar tóku þátt í báðum aldursflokkunum og voru þeir langflestir af sömu tegund sem er ánægjuleg tilbreyting frá síðustu sýningum, þar sem aðeins örfáir cavalierhvolpar hafa verið skráðir. Marie Petersen frá Danmörku dæmdi cavalierana.

3 – 6 mánaða hvolpar

Rakkar (3 – 1) :

 1. sæti hv. Eldlukku Funi Þulu Spori, eig. Örnólfur Guðmundsson, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
 2. sæti hv. Eldlukku Faxi Þulu Sámur, eig. Árný Ingvarsdóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Tíkur (11) :

 1. sæti hv. Brellu Afríku Kvika, eig. og rækt. Valka Jónsdóttir
 2. sæti hv. Eldlilju Máney, eig. og rækt. Þórunn A. Pétursdóttir
 3. sæti hv. Eldlilju Myrkey, eig. og rækt. Þórunn A. Pétursdóttir
 4. sæti hv. Eldlukku Flóra Þulu Aría eig. Guðrún María Þorgeirsdóttir, rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir

Besti hvolpur tegundar 3 – 6 mánaða var Brellu Afríku Kvika (Faðir: ISCh ISJCh RW-16 Magic Charm´s Artic – Móðir: Skutuls Aþena) og bestur af gagnstæðu kyni Eldlukku Funi Þulu Spori (Faðir: ISCh Hrísnes Krummi Nói – Móðir: Eldlukku Þula).

6 – 9 mánaða hvolpar

Rakkar (5):

 1. sæti hv. Hafnarfjalls Selmu Jökull, eig. Sæunn Elsa Sigurðardóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
 2. sæti Hafnarfjalls Unu Patrekur, eig. Ólöf Sigurjónsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
 3. sæti Hafnarfjalls Unu Frosti, eig. Bára Óskarsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
 4. sæti Hafnarfjalls Unu Máni, eig. Björk Grétarsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Tíkur (4):

 1. sæti hv. Hafnarfjalls Selmu Rósa, eig. Kristín Eva Jónsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
 2. sæti hv. Hafnarfjalls Unu Tinna, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
 3. sæti Hafnarfjalls Selmu Karlotta, eig. Bergþóra Linda Húnadóttir, rækt. Anna Þ.Bachmann
 4. sæti Hlínar Amíra, eig. Emilia B. Óskarsdóttir, rækt. Edda Hlín Hallsdóttir

Besti hvolpur tegundar 6 – 9 mánaða var Hafnarfjalls Selmu Rósa (Faðir: RW-15 Ljúflings Kiljan – Móðir: Hrísnes Selma) og bestur af gagnstæðu kyni Hafnarfjalls Selmu Jökull (Faðir: RW-15 Ljúflings Kiljan – Móðir: Hrísnes Selma).

Deildin óskar öllum hlutaðeigandi innilega til hamingju með árangurinn.

Allir hvolparnir fengu verðlaun  frá Eldlukku- og Hafnarfjallsræktun.