7. Stjórnarfundur 2018Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 9. ágúst 2018

Fundarstaður: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15, Reykjavík
Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir, Þóra Margrét Sigurðardóttir og Valka Jónsdóttir. Hrönn Thorarensen var fjarverandi.
Fundur hófst kl. 20:00
Dagskrá:
Dómar fyrir Norðurlandasýninguna 9. júní sl.
Farið var yfir dómana fyrir Norðurlandasýninguna þar sem þeir voru ekki tilbúnir hjá skrifstofu fyrir síðasta stjórnarfund.
Hvolpasýning
Ákveðið hefur verið að halda hvolpasýningu með haustinu.  Tvær helgar koma til greina þ.e. 28/29. sept. og 5/6. okt. nk.  Staðfest dagsetning verður auglýst þegar búið er að staðfesta húsnæði og dómara.  Athuga þarf hjá HRFI um leyfi fyrir sýningunni og kaupa umsagnarblöð. Styrktaraðili er Dýrabær.  Lágmarksskráningarfjöldi er 10 hvolpar svo hægt sé að halda sýninguna.  Ekki verður raðað í sæti en allir fá umsögn. Óskað eftir veitingum frá þátttakendum og sjálfboðaliðum en deildin myndi kaupa drykki.  
Aðventukaffi og heiðrun stigahæstu hunda deildarinnar
Aðventukaffið verður að Sólheimakoti 2. desember nk.  Ákveðið hefur verið að heiðra einungis elsta hund tegundarinnar á aðventuhátíðinni.

Í staðinn verður haldin sérstök uppskeruhátíð þ.s haldið verður upp árangur cavalierhunda og ræktenda á sýningum.  Kynntir nýir meistarar og stigahæstu hundar deildarinnar heiðraðir.
Önnur mál
Sækja þarf um kennitölu fyrir deildina og bankareikning á þá kennitölu.  Í framhaldi þarf að velja gjaldkera fyrir stjórn. 
Umræða spannst um fjölda íslenskra facebook síða í nafni Cavalier.  Mikilvægt er að ræktendur noti ræktendanafn sem heiti á sínar síður til aðgreiningar frá öðrum og að Cavalierdeildin sé með „like“ síðu og þannig reyna að aðgreina hvaðan uppruni upplýsinga kemur og fyrir hvað hver síða stendur.  Í dag er þetta mjög ruglingslegt og erfitt fyrir fólk á samfélagsmiðlunum að átta sig á hvaða síða tilheyrir hverjum.
Miðbæjarganga er á dagskrá 12. ágúst nk. Þar sem mikið er um framkvæmdir í miðbæ Reykjavíkur kom hugmynd um að ganga um miðbæ Hafnarfjarðar
Fleira var ekki tekið fyrir
Fundi slitið kl. 22:00
Fundargerð ritaði Valka Jónsdóttir