Norðurljósasýning 2019

Úrslit á Norðurljósasýningu HRFÍ 23. – 24. febrúar 2019

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ var haldin í Reiðhöllinni í Víðidal 23. – 24. febrúar  2019. 34 cavalierar voru skráðir og voru hvolparnir sýndir með tegundinni á laugardeginum en ekki á sérsýningu eins og undanfarin ár. Dómari var Moa Person frá Svíþjóð. 6 hvolpar voru skráðir, einn í ungviðaflokki 3 – 6 mánaða en hann mætti ekki og fimm í 6 – 9 mánaða hvolpaflokki.

BOB var ISCh NLM Hrísnes Max og BOS Hrísnes Selma, bæði fengu NLM stig, Cacib stig og Selma fékk sitt þriðja meistarastig og titillinn íslenskur meistari þar með í höfn. Max fékk sitt fjórða Cacib stig og getur því sótt um titilinn alþjóðlegur meistari. Rakkameistarastigið kom í hlut Eldlilju Tinds sem einnig hlaut vara-cacib stig. Ellefu ungliðar voru sýndir en dómaranum fannst enginn þess verður að fá framhald og stig til ungliðameistara. Besti hvolpur var Eldlilju Grettir.

Nánari úrslit voru eftirfarandi:
Hvolpar 6 – 9 mánaða (5)

Rakkar (2)

  1. SL Eldlilju Grettir, eig. og rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir
  2. Eldlilju Vaskur, eig. og rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

Tíku(3)

  1. SL Ljúflings Tekla, eig. Gerður Steinarrsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
  2. L Eldlukku Valva Myrru Vigur, eig. og rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir
  3. L Mirra Dís, eig. Þórunn A. Pétursdóttir, rækt. Anna Guðrún Maríasdóttir

BOB hvolpur 6 – 9 mánaða var Eldlilju Grettir sem keppti í úrslitum um besta hvolp tegundar í þessum aldursflokki.

28 cavalierar voru skráðir, 12 rakkar og 16 tíkur. 19 fengu excellent dóm, 6 very good og 3 good.

Rakkar (12)
12 rakkar voru skráðir í þremur flokkum. Dómarinn gaf þremur þeirra meistaraefni.

Ungliðaflokkur (5)

  1. ex. Eldlilju Gismo, eig. Konráð Guðmundsson, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
  2. ex. Hafnarfjalls Unu Máni, eig. Björk Grétarsdóttir, rækt. Anna Þ.Bachmann
  3. ex. Hafnarfjalls Unu Frosti, eig. Bára Óskarsdóttir, rækt. Anna Þ.Bachmann
  4. vg. Hafnarfjalls Selmu Jökull, eig.Sæunn E.Sigurðardóttir, rækt. Anna Þ.Bachmann

Opinn flokkur (3)

  1. ex.ck Eldlilju Tindur, eig. og rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
  2. ex. Mánaljóss Brúnó, eig. Halla B.Björnsdóttir, rækt. Kristín Bjarnardóttir 

Meistaraflokkur (4)

  1. ex.ck ISCh NLM Hrísnes Max, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
  2. ex.ck ISCh Kvadriga´s Surprise, eig. Guðríður Vestars, rækt. Torill Undheim  
  3. ex. ISCh Ljúflings Merlin Logi, eig. Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
  4. ex. INTCh ISCh ISJCh Magic Charm´s Artic, eig. María Tómasdóttir, rækt. Unni L.Olsen

Úrslit  bestu rakkar, allir meistaraefni

  1. ISCh NLM Hrísnes Max, Cacib, NLM stig
  2. Eldlilju Tindur, cert, vara-cacib
  3. ISCh Kvadriga´s Surprice

Tíkur (16)
16 tíkur voru skráðar í þremur flokkum. Dómarinn gaf 3 tíkum meistaraefni.

Ungliðaflokkur (6)

  1. ex. Brellu Afríku Kvika, eig. og rækt. Valka Jónsdóttir
  2. ex. Eldlilju Myrkey,  eig. og rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
  3. ex. Eldlukku Frán Þulu Lukka, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir
  4. ex. Hafnarfjalls Unu Tinna, eig. og rækt. Anna Þ. Bachmann

Unghundaflokkur (4)

  1. exck ISJCh Eldlilju Kastani Coffee, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
  2. ex. Drauma Skutla, eig. Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir, rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir
  3. vg. Eldlukku Salínu Sunshine Sera, eig. Ólöf Sunna Gautadóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Opinn flokkur (6)

  1. ex. ck Hrísnes Selma, eig. Anna Þ. Bachmann, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
  2. ex. ck Litlu-Giljár Arabella, eig. og rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  3. ex. Skutuls Aþena, eig. Valka Jónsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir
  4. ex. ISJCh Tereasjo Sabrína Una, eig. Anna Þ. Bachmann, rækt.Dominika Troscianko/Teresa J.Trocianko

Úrslit – bestu tíkur – allar meistaraefni

  1. Hrísnes Selma, cert, NLM stig, Cacib stig
  2. ISJCh Eldlilju Kastani Coffee, vara-cacib
  3. Litlu-Giljár Arabella

Afkvæmahópur frá Hafnarfjalls ræktun hlaut heiðursverðlaun og 1. sæti og 2. sæti í úrslitum sýningar,  ræktunarhópur frá sama ræktanda fékk 1.sæti en ekki framhald.

Cavalierdeildin gaf vinningshöfum eignarbikara.

Við óskum öllum eigendum til hamingju með árangurinn á sýningunni.

Marsibil Tómasdóttir og Guðbjartur Gunnarsson tóku fjölda mynda á sýningunni og er hægt að sjá þær á facebook síðunni „Cavalierar HRFÍ, got og aðrir viðburðir“. Færir deildin þeim bestu þakkir fyrir.

Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru.

Stjórnin