
Úrslit á Norðurljósasýningu HRFÍ 23. – 24. febrúar 2019
Alþjóðleg hundasýning HRFÍ var haldin í Reiðhöllinni í Víðidal 23. – 24. febrúar 2019. 34 cavalierar voru skráðir og voru hvolparnir sýndir með tegundinni á laugardeginum en ekki á sérsýningu eins og undanfarin ár. Dómari var Moa Person frá Svíþjóð. 6 hvolpar voru skráðir, einn í ungviðaflokki 3 – 6 mánaða en hann mætti ekki og fimm í 6 – 9 mánaða hvolpaflokki.
BOB var ISCh NLM Hrísnes Max og BOS Hrísnes Selma, bæði fengu NLM stig, Cacib stig og Selma fékk sitt þriðja meistarastig og titillinn íslenskur meistari þar með í höfn. Max fékk sitt fjórða Cacib stig og getur því sótt um titilinn alþjóðlegur meistari. Rakkameistarastigið kom í hlut Eldlilju Tinds sem einnig hlaut vara-cacib stig. Ellefu ungliðar voru sýndir en dómaranum fannst enginn þess verður að fá framhald og stig til ungliðameistara. Besti hvolpur var Eldlilju Grettir.
Nánari úrslit voru eftirfarandi:
Hvolpar 6 – 9 mánaða (5)
Rakkar (2)
- SL Eldlilju Grettir, eig. og rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir
- L Eldlilju Vaskur, eig. og rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir
Tíkur (3)
- SL Ljúflings Tekla, eig. Gerður Steinarrsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
- L Eldlukku Valva Myrru Vigur, eig. og rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir
- L Mirra Dís, eig. Þórunn A. Pétursdóttir, rækt. Anna Guðrún Maríasdóttir
BOB hvolpur 6 – 9 mánaða var Eldlilju Grettir sem keppti í úrslitum um besta hvolp tegundar í þessum aldursflokki.
28 cavalierar voru skráðir, 12 rakkar og 16 tíkur. 19 fengu excellent dóm, 6 very good og 3 good.
Rakkar (12)
12 rakkar voru skráðir í þremur flokkum. Dómarinn gaf þremur þeirra meistaraefni.
Ungliðaflokkur (5)
- ex. Eldlilju Gismo, eig. Konráð Guðmundsson, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
- ex. Hafnarfjalls Unu Máni, eig. Björk Grétarsdóttir, rækt. Anna Þ.Bachmann
- ex. Hafnarfjalls Unu Frosti, eig. Bára Óskarsdóttir, rækt. Anna Þ.Bachmann
- vg. Hafnarfjalls Selmu Jökull, eig.Sæunn E.Sigurðardóttir, rækt. Anna Þ.Bachmann
Opinn flokkur (3)
- ex.ck Eldlilju Tindur, eig. og rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
- ex. Mánaljóss Brúnó, eig. Halla B.Björnsdóttir, rækt. Kristín Bjarnardóttir
Meistaraflokkur (4)
- ex.ck ISCh NLM Hrísnes Max, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
- ex.ck ISCh Kvadriga´s Surprise, eig. Guðríður Vestars, rækt. Torill Undheim
- ex. ISCh Ljúflings Merlin Logi, eig. Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
- ex. INTCh ISCh ISJCh Magic Charm´s Artic, eig. María Tómasdóttir, rækt. Unni L.Olsen
Úrslit bestu rakkar, allir meistaraefni
- ISCh NLM Hrísnes Max, Cacib, NLM stig
- Eldlilju Tindur, cert, vara-cacib
- ISCh Kvadriga´s Surprice
Tíkur (16)
16 tíkur voru skráðar í þremur flokkum. Dómarinn gaf 3 tíkum meistaraefni.
Ungliðaflokkur (6)
- ex. Brellu Afríku Kvika, eig. og rækt. Valka Jónsdóttir
- ex. Eldlilju Myrkey, eig. og rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
- ex. Eldlukku Frán Þulu Lukka, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir
- ex. Hafnarfjalls Unu Tinna, eig. og rækt. Anna Þ. Bachmann
Unghundaflokkur (4)
- ex. ck ISJCh Eldlilju Kastani Coffee, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
- ex. Drauma Skutla, eig. Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir, rækt. Ingibjörg E.Halldórsdóttir
- vg. Eldlukku Salínu Sunshine Sera, eig. Ólöf Sunna Gautadóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
Opinn flokkur (6)
- ex. ck Hrísnes Selma, eig. Anna Þ. Bachmann, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
- ex. ck Litlu-Giljár Arabella, eig. og rækt. Gerður Steinarrsdóttir
- ex. Skutuls Aþena, eig. Valka Jónsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir
- ex. ISJCh Tereasjo Sabrína Una, eig. Anna Þ. Bachmann, rækt.Dominika Troscianko/Teresa J.Trocianko
Úrslit – bestu tíkur – allar meistaraefni
- Hrísnes Selma, cert, NLM stig, Cacib stig
- ISJCh Eldlilju Kastani Coffee, vara-cacib
- Litlu-Giljár Arabella
Afkvæmahópur frá Hafnarfjalls ræktun hlaut heiðursverðlaun og 1. sæti og 2. sæti í úrslitum sýningar, ræktunarhópur frá sama ræktanda fékk 1.sæti en ekki framhald.
Cavalierdeildin gaf vinningshöfum eignarbikara.
Við óskum öllum eigendum til hamingju með árangurinn á sýningunni.
Marsibil Tómasdóttir og Guðbjartur Gunnarsson tóku fjölda mynda á sýningunni og er hægt að sjá þær á facebook síðunni „Cavalierar HRFÍ, got og aðrir viðburðir“. Færir deildin þeim bestu þakkir fyrir.
Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru.
Stjórnin