Fundargerð stjórnarfundar 24. janúar 2019
Tímasetning: 24. janúar 2019, kl. 20:00-22:00.
Staðsetning: Heiðnaberg 5, heima hjá Gerði formanni.
Fundarmeðlimir: Gerður, Hrönn, Ingibjörg, Valka og Þóra.
Fundaritari: Þóra.
Dagskrá:
- Kennitala og reglur Cavalierdeildar
- Reglur deildarinnar voru yfirfarnar og þær undirritaðar af stjórnarmeðlimum fyrir umsókn deildarinnar um kennitölu.
- Klárað var að fylla út umsókn fyrir kennitölu deildarinnar, Valka mun sjá um að skila umsókninni inn.
- Rakkalistinn
- Stjórn og ræktunarráð hafa áhyggjur af því hversu fáir rakkar eru nú á rakkalista. Ræddar voru ýmsar hugmyndir um hvernig hægt sé að reyna að fjölga á listanum, engin ákvörðun var þó tekin en það mál verður skoðað nánar.
- Aðalfundur
- Ákveðin var dagsetning fyrir aðalfund og skrifstofa HRFÍ bókuð, þann 14. mars kl. 20.
- Dagskrá fundar og verkaskipting stjórnarmeðlima var ákveðin, Valka mun sjá um fundarstjórn. Hugmyndir að erindi voru ræddar og farið verður í að kanna það gangi upp.
- Önnur mál
- Engin önnur mál voru tekin fyrir að þessu sinni.