NKU sýning ágúst 2019

Úrslit af NKU Norðurlandasýningu HRFÍ 24. ágúst 2019

Helgina 24. – 25. ágúst var 50 ára afmælissýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.  Laugardaginn 24. ágúst var NKU Norðurlandasýning HRFÍ í mjög góðu veðri, logni og sól sem skein mest allan daginn.  21 cavalier var skráður, þar af einn hvolpur, dómari var Ann Ingram frá Írlandi..

BOB var ISCh INTCh Hrísnes Max, ( Heiðardals Prins Robin – Ljúflings Silvía Nótt) og BOS ISJCh Eldlilju Kastani Coffee ( Demantslilju Prins – Eldlilju Melkorka ).  Bæði fengu Norðurlandameistarastig (NCAC) og Kastani Coffee fékk sitt annað ísl.meistarastig en rakkameistarastigið kom í hlut Þórshamrar Þór (Ljúflings Merlin Logi – Þórshamrar Minný) sem einnig fékk Junior cert. Besti junior var Eldlukku Frán Þulu Lukka (Hrísnes Krummi Nói – Eldlukku Þula) sem einnig fékk Junior cert.  Besti hvolpur 4 – 6 mánaða með SL var Eldlukku Líf (Hrísnes Krummi Nói – Eldlukku Sölku Gefjun Bestla).

Nánari úrslit voru þannig:

Rakkar : (7)

7 rakkar voru skráðir í þremur flokkum, 5 fengu excellent og 2 very good. 3 fengu ck. meistaraefni. 

Ungliðaflokkur (2)

1.sæti ex.ck.Jun.cert Þórshamrar Þór, eig. Hilmar Þór Hilmarsson og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

2.sæti vg. Þórshamrar Loki, eig. Katrín Ingjaldsdóttir, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

Unghundaflokkur (2)

1.sæti ex. Hafnarfjalls Selmu Jökull, eig. Sæunn E.Sigurðardóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

2.sæti vg. Hafnarfjalls Unu Máni, eig. Björk Grétarsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Meistaraflokkur (3)

1.sæti ex.ck. ISCh INTCh Hrísnes Max, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir  

2.sæti ex.ck. INTCh ISCh ISJCh Magic Charm´s Artic, eig. María Tómasdóttir, rækt. Unni Lima Olsen

3.sæti ex. ISCh Kvadriga´s Surprise, eig. Guðríður Vestars, rækt. Torill Undheim

 Úrslit – bestu rakkar tegundar allir m/meistarefni

  1. INTCh ISCh Hrísnes Max,  NCAC  
  2. INTCh ISCh ISJCh Magic Charm´s Artic, R-NCAC
  3. Þórshamrar Þór, cert og junior cert   

Tíkur : (13-1)

13 tíkur voru skráðar í 4 flokkum, 1 mætti ekki. 5  fengu excellent, 7 very good og 5 fengu meistaraefni.

Ungliðaflokkur (4)

1.sæti ex.ck Jun cert. Eldlukku Frán Þulu Lukka, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt.  Svanborg S.Magnúsdóttir

2.sæti ex.ck Ljúflings Tindra, eig. og rækt. María Tómasdóttir   

3.sæti vg. Brellu Afríku Kvika, eig. og rækt. Valka Jónsdóttir

4.sæti vg. Þórshamrar Madonna, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

Unghundaflokkur (2 )

1.sæti vg. Hafnarfjalls Selmu Karlotta, eig. Bergþóra Lind Húnadóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

2.sæti vg. Hafnarfjalls Unu Tinna, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Opinn flokkur (6)

1.sæti ex.ck ISJCh Eldlilju Kastani Coffee, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir  

2.sæti ex.ck Litlu-Giljár Arabella, eig. og rækt. Gerður Steinarrsdóttir

3.sæti ex.ck Ljóslilju Hekla, eig. Svava Ragnarsdóttir, rækt. Sigrún Fossberg

4.sæti vg. Eldlukku Salínu Sunshine Sera, eig. Sunna Gautadóttir, rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir  

Meistaraflokkur (1) mætti ekki

Úrslit – bestu tíkur tegundar – allar m/meistaraefni

  1. ISJCh Eldlilju Kastani Coffee, cert, NCAC   
  2. Litlu-Giljár Arabella, R-NCAC
  3. Eldlukku Frán Þulu Lukka – Junior cert
  4. Ljóslilju Hekla

Þórshamrar ræktun sýndi ræktunarhóp sem fékk vg.

Ljúflings ræktun gaf eignarbikara.

Deildin óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn. Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru!