Fundargerð ársfundar 2020

Fundur haldinn 15.1.2020 á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15. Reykjavík

Formaður deildarinnar, Gerður Steinarrsdóttir, bauð fólk velkomið og kynnti dagskrá heiðrunar.

Heiðrun sjálfboðaliða á Winter Wonderland í 23-24. nóv. 2019

Ritari deildarinnar Steinunn Rán Helgadóttir þakkaði sjálfboðaliðum deildarinnar fyrir vel unnin störf við vinnu við sýninguna Winter Wonderland fyrir hönd deildarinnar en sú sýning er á ábyrgð deildarinnar (með öðrum ræktunardeildum) og afhenti hverjum eina rós.

Eftirtaldir sjálfboðaliðar unnu á sýningunni ásamt stjórn:Konráð Guðmundsson,

Guðbjartur Lárusson,

Svanhvít Sæmundsdóttir,

Björk Grétarsdóttir,

Sunna Gautadóttir,

Valgeir Borgarsson, var fjarverandi en Björk Grétarsdóttir tók við þakklætisvotti fyrir hans hönd.

Heiðrun göngugarps ársins 2019

Anna Þórðardóttir Bachmann stjórnarmaður þakkaði góða mætingu í göngur á vegum deildarinnar og afhenti göngugarp ársins, Sunnu Gautadóttur,  farandbikar göngunefndar Cavalierdeildarinnar og gjöf frá fyrirtækinu 4 loppur.

Heiðrun þriggja stigahæstu hunda deildarinnar árið 2019

Formaður, Gerður Steinarrsdóttir afhenti viðurkenningar og gjafir frá fyrirtækinu Dýrabæ.

1 sæti með 28 stig ISCh NORDICCh RW-19 Kvadriga´s Surprise, eig. GuðríðurVestars, rækt. Torill Undheim.

2 sæti með 27 stig CIB ISCh ISJCh RW-16 Magic Charm´s Artic, eig. MaríaTómasdóttir, rækt. Unni L.Olsen og Otto Egil Olsen.

3 sæti með 23 stig CIB ISCh NLM RW-18 Hrísnes Max, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir.

Heiðrun elstu cavalierhundanna

Ritari deildarinnar, Steinunn Rán Helgadóttir, afhenti elstu cavalier hundum viðurkenningu og gjöf frá fyrirtækinu 4 loppur.Elst er Óseyrar Andrea fædd 7.08.2004, hún kom ásamt Grímu Björgu Thorarensen eiganda sínum. Ræktandi Andreu er Hugborg Sigurðardóttir.

Næst elstur er Tröllatungu Krummi Kormákur fæddur 3.08.2005, eigandi og ræktandi er Sigríður Elsa Oddsdóttir, þau sáu sér ekki fært að mæta en fá sína viðurkenningu og gjöf senda.

Þriðji elstur er Sunnulilju Pókus “Askur”fæddur 3.12.2005, eigandi Sigurborg Brynja Ólafsdóttir og Pétur Zimsen sonur hennar, Þau komu ásamt ræktandanum, Sigrúnu Lilju Ingibjargardóttur.

Setning ársfundar

Fundur var settur: 19:51

Formaður deildarinnar, Gerður Steinarrsdóttir, opnaði fundinn og bauð fundargesti velkomna.

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Valka Jónsdóttir var kosin fundarstjóri og  Steinunn Rán Helgadóttir, fundarritari með samþykki fundarins.

Boðun fundar

Fundarstjóri fór yfir boðun fundar og upplýsti að hann væri í samræmi við reglur félagsins. Engar athugasemdir voru gerðar við boðun fundarins

Dagskrá fundar

Fundarstjóri fór yfir dagskrá fundarins og bauð formann velkomin í í pontu með skýrslu stjórnar.

  1. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram

Formaður las skýrslu stjórnar og gjaldkeri fór yfir fór yfir reikninga deildarinnar.  Fundarstjóri óskaði eftir athugasemdum um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.  María Tómasdóttir gerði athugasemd og sagði að deildin skuldi tvö ár fyrir vistun heimasíðunnar Cavalier.is en ekki hefði borist reikningur enn sem komið er.

Engar aðrar athugasemdir komu fram og var skýrsla stjórnar og reikningar samþykktir.

  1. Kosning til stjórnar

Kosið var  um tvö sæti í stjórn. Fundarstjóri fór yfir reglur til setu í stjórn deilda HRFÍ.  Kjörtímabili Völku Jónsdóttur og Hrannar Thorarensen var lokið en þær gáfu báðar kost á sér aftur.  Auk þess bárust tvö framboð á fundinum frá Björk Grétarsdóttur og Fríðu Björk Elíasdóttur.

Fyrirvari var settur á kjörgengi Bjarkar þar sem hún hafði líklega ekki verið tvö ár í HRFÍ félaginu á fundardegi.   Áður en fundi lauk var búið að kanna kjörgengi Bjarkar og var hún kjörgeng.

Vegna fyrirspurnar úr sal fór fundarstjóri aftur yfir kosningarreglur ræktunardeilda HRFÍ áður en kosningar fóru fram.  Frambjóðendur komu allar í pontu og héldu kynningarræður í eftirtalinni röð:

Björk Grétarsdóttir,

Fríða Björk Elíasdóttir,

Hrönn Thorarensen,

Valka Jónsdóttir,

Fundarstjóri leitaði samþykkis fundar að Guðríður Vestars og Theodóra Róbertsdóttir yrðu fengnar til talningar og afhendingu atkvæðaseðla eftir lista, frá HRFÍ, yfir þá félaga sem hafa kosningarétt. Var það samþykkt. Theodóra fékk aðgang að tölvukerfi HRFÍ og gat staðfest vafaatriði um kosningarétt.

Ákveðið var í samráði við fundarmenn að víkja frá áður auglýstri dagskrá og taka kaffihlé á meðan talning atkvæða fór fram.

Kaffihlé

Fundargestir  þáðu veitingar í boði stjórnar og göngunefndar á meðan talning átti sér stað.

  1. (framhald) Niðurstaða kosninga

Það kom í hlut Theodóru Róbertsdóttur að kynna niðurstöðu kosningar þar sem fundarstjóri Valka Jónsdóttir var í framboði til stjórnar, vék á meðan úrslit voru kynnt.

Atkvæði féllu þannig:

Björk Grétarsdóttir 17 atkvæði

Fríða Björk Elíasdóttir 16 atkvæði

Valka Jónsdóttir 11 atkvæði

Hrönn Thorarensen 8 atkvæði.

Stjórn 2020-2021 er því skipuð þannig:

Anna Þórðardóttir Bachmann (á 2 ári í stjórnarsetu)

Gerður Steinarrsdóttir (á 2 ári í stjórnarsetu)

Steinunn Rán Helgadóttir (á 2 ári í stjórnarsetu)

Björk Grétarsdóttir (kosin til 2 ára)

Fríða Björk Elíasdóttir (kosin til 2 ára)

Skipað í nefndir (göngu og kynningarnefnd)

Göngunefnd gaf kost á sér aftur og Björk Grétarsdóttir bætist við.

Göngunefnd  2020 – 2021 er því:

Björk Grétarsdóttir

Guðrún Guðnadóttir

Konráð Guðmundsson

Svanhvít Sæmundsdóttir

Kynninganefnd, Ingibjörg Erna Halldórsdóttir og Gerður Steinarrsdóttir gáfu ekki kost á sér aftur. Anna Þórðardóttir Bachmann og Konráð Guðmundsson gáfu kost á sér í þeirra stað.

Kynningarnefnd  2020 – 2021 er því:Anna Þórðardóttir Bachmann

Fríða Björk Elíasdóttir

Konráð Guðmundsson

Sunna Gautadóttir

Steinunn Rán Helgadóttir

  1. Önnur mál

Fríða Björk Elíasdóttir hvatti deildina til að hafa aftur hvolpasýningu og fleiri viðburði.

Svava Ragnarsdóttir spurði hvort skýring væri á fækkun hvolpa.
Formaður benti á að megin skýring á fækkun hvolpa á árinu væri vegna breytinga á reglum um hvíldartíma tíka og því að siðanefnd HRFÍ hefði vísað einum ræktanda úr félaginu í 8 mánuði. Talsverðar umræður urðu um ræktun og álag því tengdu.

Gjaldkeri deildarinnar, Valka Jónsdóttir sagði frá afmælisárinu en deildin er 25 ára á árinu og bað hann félagsmenn að vera deildinni innan handar við öflun styrkja og við annan undirbúning viðburða.

Fundi slitið 21:40.

Fræðsluerindi                                                   

Að loknum fundi flutti Theódóra Róbertsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti erindi um almenna heilsu hunda og langlífi.

Töluvert hafði fækkað af fundargestum þegar kom að erindi Theódóru en var það samdóma álit þeirra sem á hlýddu að um fróðlegan og góðan fyrirlestur hefði verið að ræða. Theodóra svaraði ýmsum spurningum úr sal að loknu erindi.

Fundargestir

Anna Þórðardóttir Bachmann

Arna Sif Kærnested

Bára Óskarsdóttir

Björk Grétarsdóttir

Fríða Björk Elíasdóttir

Gerður Steinarsdóttir

Gríma Björg Thorarensen

Guðbjartur Lárusson

Guðríður Vestars

Hildur Guðrún Gunnarsdóttir

Hrönn Thorarensen

Ingibjörg Erna Halldórsdóttir

Katrín Ingjaldsdóttir

Konráð Guðmundsson

Laufey Guðjónsdóttir

María Tómasdóttir

Pétur Zimsen

Sigrún Lilja Ingibjargardóttir

Sigrún M. Stefánsdóttir

Sigurborg B.Ólafsdóttir

Sigurjón Stefánsson

Steinunn Rán Helgadóttir

Sunna Gautadóttir

Svanborg S. Magnúsdóttir

Svanhvít Sæmundsdóttir

Svava Ragnarsdóttir

Theodóra Róbertsdóttir

Valka Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Steinunn Rán Helgadóttir.