1. Stjórnarfundur 2020

Fundargerð stjórnar Cavalierdeildar HRFÍ 29.01.2020. Síðumúla 15. Reykjavík 

Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Björk Grétarsdóttir, Fríða Björk Elíasdóttir, Steinunn Rán Helgadóttir. Gerður Steinarrsdóttir sagði sig úr stjórn deildarinnar 28.01.2020. 

Fundur settur kl.19:45 

Dagskrá fundar 

Stjórn skiptir með sér verkum. Anna Þórðardóttir Bachmann formaður. Steinunn Rán Helgadóttir ritari. Fríða Björk Elíasdóttir gjaldkeri Björk Grétarsdóttir meðstjórnandi. 

Stjórn undirritaði prókúru fyrir reikning deildarinnar í Íslandsbanka ásamt; Tilkynningu um breytingu á stjórn/prókúru til RSK. 

Farið yfir lög og reglur HRFÍ um störf stjórna og nefnda. 

Göngunefnd Dagskrá göngunefndar nær fram í mars en nefndin verður boðuð á næsta stjórnarfund vegna nýrrar gönguáætlunar og hlutverks. Reglur kveða á um að allt að 6 aðilar megi vera í hverri nefnd og hvetjum við áhugasama félagsmenn til að hafa samband Björk Grétarsdóttur. 

Kynningarnefnd Vegna afmælisárs verður hlutverk kynningarnefndar víðtækara en áður. 

Ræktunarráð Ákveðið var að bíða með frekari umfjöllun um ræktunarráð þar til þátttaka allra aðila hefur verið staðfest en stjórn hefur áhuga á að hafa ræktunarráð með svipuðu sniði og verið hefur. 

Alþjóðleg-Norðurljósasýning HRFÍ 29.febrúar – 1.mars 2020. Sýningarþjálfanir fyrir deildina verða miðvikudagana 5/12/19 febrúar í Eirhöfða 14. kl 18:00- 19:00. Sérstök þjálfun verður fyrir hvolpa fimmtudaginn 20. febrúar kl 18:00-19:00. Gjald fyrir þjálfun verður 1000 kr og rennur það beint til deildarinnar. 

Umræður um bikara og medalíur fóru fram og var ákveðið að leita til styrktaraðila í framhaldi. 

Önnur mál Farið yfir gotlista,rakkalista, hjartalista og augnskoðanir frá 2019 

Fundargerð lesin og samþykkt 

Nýr fundartími ákveðinn. 

Fundi slitið kl.22:11.