Norðurljósasýning 2020

CAVALIER KING CHARLES SPANIEL DEILDIN

Úrslit á Norðurljósasýningu HRFÍ 29. febrúar – 1. mars 2020

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ var haldin í Reiðhöllinni í Víðidal 29.2. – 1.3.2020.

Cavalierarnir voru sýndir á laugardeginum og voru 42 skráðir, þar af 9 hvolpar, allir  í eldri hvolpaflokkinum. Dómari var Tatjana Urek frá Slóveníu.  

BOB var CIB ISCh ISJUCh RW-16 Magic Charm´s Artic og BOS Eldlukku Frán Þulu Lukka. Bæði fengu Cacib stig, NLM stig og Lukka sitt fyrsta meistarastig. Þetta var 2. NLM stig Artic´s sem varð þar með Norðurljósameistari. Artic náði svo 3. sætinu í sterkum tegundahópi 9.

Rakkameistarastigið kom í hlut ungliðans Eldlukku Mjölnis sem einnig varð besti ungliði tegundar, BOS ungliði var Hafnarfjalls Selmu Sara, bæði fengu ungl. meistarastig.

Besti hvolpur tegundar var Þórshamrar Natalíu Freyja sem gerði sér lítið fyrir og varð 2. besti hvolpur sýningardagsins í þessum aldursflokki. BOS hvolpur var Hafnarfjalls Nói.

Besti öldungur var Eldlukku Mandla sem fékk sitt annað öldungameistarstig. BOS öldungur var Eldlukku Ögri sem einnig fékk öldungameistarastig.

Nánari úrslit voru eftirfarandi:

Hvolpar 6 – 9 mánaða (9)

Rakkar (3)

1. SL Hafnarfjalls Unu Nói, eig. Hildur Brynja Andrésdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

2. SL Brellu Afríku Kongó, eig. Guðrún Stefánsdóttir, rækt. Valka Jónsdóttir

3. L   Hafnarfjalls Unu Askur, eig. Addbjörg Erna Grímsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Tíkur (6)

1. SL Þórshamrar Natalíu Freyja, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

2. SL Brellu Afríku Sahara, eig. og rækt. Valka Jónsdóttir

3. SL Eldlukku Orka Gná, eig.Sigrún Birna Björnsdóttir, rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir

4. L   Hafnarfjalls Unu Salka, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
—-

33 cavalierar voru skráðir, 11 rakkar og 22 tíkur. 22 fengu excellent dóm og 11 very good.

Rakkar (11)

11 rakkar voru skráðir í fimm flokkum, sex þeirra fengu meistaraefni.

Ungliðaflokkur (1)

  1. ex. ck. Eldlukku Mjölnir, eig. Vilhjálmur Arnarsson, rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir

Unghundaflokkur (1)

  1. ex. ISJUCh Þórshamrar Þór, eig. Hilmar Þór Hilmarsson, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

Opinn flokkur (4 )

  1. ex.ck Eldlilju Gismo, eig. Konráð Guðmundsson og Guðrún Guðmundsdóttir, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
  2. ex. Hafnarfjalls Selmu Jökull, eig. Sæunn Elsa Sigurðardóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. ex. Hafnarfjalls Unu Máni, eig. Björk Grétarsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. vg. Hafnarfjalls Unu Frosti, eig. Bára Óskarsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann   

Meistaraflokkur (4)

  1. ex. ck CIB ISCh ISJUCh RW-16 Magic Charm´s Artic, eig. María Tómasdóttir, rækt. Unni L.Olsen & Otto Egil Olsen
  2. ex. ck CIB ISCh NLM RW-18 Hrísnes Max, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir
  3. ex. ck ISCh RW-17 Ljúflings Merlin Logi, eig. Rúnar Már Sverrisson/Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
  4. vg. ISCh NORDICCh RW-19 Kvadriga´s Surprise, eig. Guðríður Vestars, rækt. Torill Undheim  

Öldungaflokkur (1)

  1. ex. ck.vet.cert Eldlukku Ögri, eig. og rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir

Úrslit  bestu rakkar, allir meistaraefni

1. CIB ISCh ISJUCh RW-16 Magic Charm´s Artic, CACIB, NLM stig, BOB

2. CIB ISCh NLM RW-18 Hrísnes Max, vara-cacib

3. ISCh RW-17 Ljúflings Merlin Logi

4. Eldlukku Mjölnir – Cert og Junior cert

Tíkur (22))

22 tíkur voru skráðar í fimm flokkum, 10 fengu meistaraefni.

Ungliðaflokkur (5)

  1. ex. ck Hafnarfjalls Selmu Sara, eig.Sigrún Lilja Ingibjargardóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. ex. ck Eldlukku Þulu Nera, eig. Hrund Thorlacius, rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir
  3. ex. ck Eldlukku Klara eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  4. vg. Hafnarfjalls Selmu Saga, eig. og rækt. Anna Þ. Bachmann

Unghundaflokkur (6)

  1. ex. ck Eldlukku Frán Þulu Lukka, eig. Steinun Rán Helgadóttir, rækt. Svanborg S.Magnúsdóttir
  2. ex. ck Ljúflings Tekla, eig. Gerður Steinarrsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
  3. ex. ck Ljúflings Tindra, eig. og rækt. María Tómasdóttir
  4. ex. Eldlukku Valva Myrru Vigur, eig. Guðrún Hildur Hauksdóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Opinn flokkur (9)

  1. ex. ck ISJUCh Eldlilju Kastani Coffee, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. Þórunn A.Pétursdóttir
  2. ex. ck RW-18 Litlu-Giljár Arabella, eig. og rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  3. ex. Hafnarfjalls Unu Tinna, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. ex. RW-19 Skutuls Aþena, eig. Valka Jónsdóttir, rækt. Bjarney Sigurðardóttir

Meistaraflokkur (1)

  1. ex. ck ISCh Hrísnes Selma, eig. Anna Þ.Bachmann, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

Öldungaflokkur (1)

  1. ex. ck vet.cert Eldlukku Mandla, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Úrslit – bestu tíkur – allar meistaraefni

1. Eldlukku Frán Þulu Lukka, cert, NLM stig, Cacib stig

2. ISJCh Eldlilju Kastani Coffee, vara-cacib

3. ISCh Hrísnes Selma

4. RW-19 Litlu-Giljár Arabella

Afkvæmahópur Hrísnes Selmu fékk heiðursverðlaun og 1.sæti og 3. sæti í úrslitum sýningar,  ræktunarhópur frá Hafnarfjallsræktun fékk heiðursverðlaun og 1. sæti en komst ekki í úrslit.

Eldlukku Mjölnir keppti um besta ungliða sýningar á sunnudeginum en komst ekki í úrslit. Sama gilti um Eldlukku Möndlu sem keppti um besta öldung sýningar á sunnudeginum.

Dýrabær gaf vinningshöfum eignarbikara og öllum hvolpunum þátttökuviðurkenningu og þakkar deildin kærlega fyrir þann góða styrk.

Við óskum öllum eigendum og ræktendum til hamingju með árangurinn á þessari fyrstu sýningu ársins og þeirri stærstu í sögu HRFÍ.

Björk, Borgar og Valgeir sáu um myndatökuna á sýningunni og úrvinnslu mynda, þær má finna á facebook síðu deildarinnar: „Cavalierar HRFÍ, got og aðrir viðburðir“. Færir deildin þeim bestu þakkir fyrir.

Eftir sýningu fór góður hópur cavalierunnenda út að borða á Grillhúsið á Sprengisandi og átti ánægjulega stund saman.

Birt með fyrirvara um mögulegar villur, vinsamlega tilkynnið ef einhverjar eru.

Stjórnin