3. Stjórnarfundur 2020

Fundur stjórnar Cavalierdeildar 17.2.20, Austurgerði 3.Reykjavík. 

Fundur settur 17:15 

Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Björk Grétarsdóttir, Fríða Björk Elíasdóttir, Steinunn Rán Helgadóttir. 

1. Kvittað undir RSK 17.27 Tilkynning um raunverulega eigendur. 

2. Farið yfir augnskoðunina sem var 6. febrúar 2020 

• Einn hundur ranglega settur í ræktunarbann, erindi þess efnis sent á HRFÍ 

3. Farið yfir hjartavottorð tekin í janúar, samantekt send á umsjónarmann vefsíðu. 

• Undirbúningur hafinn hjartaskoðun í mars. 

4. Alþjóðleg-Norðurljósasýning HRFÍ 

• Kaup á bikurum og medalium fyrir febrúarsýningu, Dýrabær hefur samþykkt að styrkja deildina um þá. 

• Ákveðið að fara saman út að borða eftir sýningu eins og áður. 

5. Farið yfir rakkalista. 

• Samþykkt að kaupa aðgang að kerfi sem reiknar skyldleika. 

6. Undirbúningur haldin fyrir afmæli deildarinnar í maí. 

• Óskað eftir upplýsingum um heiðursfélaga hjá HRFÍ 

7. Stefnumótunarvinna langt komin. 

Fundi slitið 18:15 

Fundargerð lesin og samþykkt