4. Stjórnarfundur 2020

Stjórnarfundur Cavalierdeilar HRFÍ Miðvikudaginn 18. mars 

Fjarfundinn sátu: Anna Þórðardóttir Bachmann, Björk Grétarsdóttir, Steinunn Rán Helgadóttir, Fríða Björk Elíasdóttir. 

Fundur settur kl. 20:00 

Dagskrá: 

1. Stefnumótavinna / framkvæmdaáætlun 2. Hjartaskoðun. 3. Göngunefndarplan 4. Gotupplýsingar 5. Alþjóðleg Norðurljósasýning 6. Rakkalisti framsetning 

Stefnumótavinna / framkvæmdaáætlun er tilbúin og samþykkt og verður kynnt fljótlega. 

Hjartaskoðun, fyrirhuguð hjartaskoðun þegar samkomubanni lýkur. 

Göngunefnd hefur fundað og var farið yfir gönguplan fyrir árið, ein ganga í mánuði. Lausagöngur verða yfir sumartímann á virkum dögum og taumgöngur um helgar yfir vetrartímann. Nokkrar nýjar leiðir verða gengnar ásamt skyndigöngum, þá er átt við að blásið verði til göngu með stuttum fyrirvara ef veður er gott. 

Farið yfir þau got sem fædd eru á þessu ári og fyrirhugaðar paranir. 

Farið yfir úrslit Alþjóðlegu Norðurljósasýningarinnar, þegar komið á Cavalier.is 

Farið yfir yfir rakkalista og framsetning hans samþykkt. 

Fundargerð lesin og samþykkt 

Fundi slitið kl.21:54 

Fundargerð ritaði Steinunn Rán