https://www.facebook.com/events/332790977850798/
Cavalierdeild HRFí ætlar að halda göngur sínar samkvæmt áætlun á meðan þær eru innan þess ramma sem þríeykið setur um samkomur. Við hvetjum alla til að fylgja tveggja metra reglunni og hafa grímu ef menn vilja.
Í ágúst býður göngunefndin til göngu um Reynisvatn og upp á heiðina.Við komum saman á bílastæðinu við Húsasmiðjuna í Grafarholti og ökum í samfloti gegnum öll hringtorgin að Reynisvatni. Göngum í kringum vatnið og komum við í skemmtilegum lundum. Gengið verður síðan upp á heiðina fyrir ofan vatnið þar sem hægt er að hleypa hundunum lausum.
Göngutími er rúmlega klukkustund.
Munið eftir skítapokunum og vatni fyrir hundana.
Við hvetjum ykkur til að mæta í þessar sameiginlegu gönguferðir, þar gefst cavaliereigendum tækifæri til þess að kynnast og hundarnir læra að umgangast aðra hunda.
Einnig viljum við benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu.
ATH! Fólk sem er með lóðatíkur er vinsamlegast beðið um að taka lóðatíkur ekki með í göngurnar og skal miða við 25 daga frá því að tík byrjar að lóða.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Göngunefnd Cavalierdeildar HRFÍ
