8. Stjórnarfundur 2020

8.Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ Miðvikudaginn 11.08.2020 Fundarstaður: Viðarrima 65. Fundinn sátu: Anna Þórðardóttir Bachmann, Björk Grétarsdóttir, Steinunn Rán Helgadóttir, Fríða Björk Elíasdóttir. 

Fundur settur kl. 17:00 

Dagskrá: Staða reiknings. Göngunefnd: Verkaskipting/verklag. Hjartavottorð. Vefsíða. Got. Rakkalistar. Ræktunar- og staðlanefnd. DNA test. Sýningaþjálfun Bikarar – farand/eigna bikarar júní og ágúst sýninga. Önnur mál.

Gjaldkeri fór yfir stöðu reiknings.

Göngunefnd Síðasta ganga var mjög blaut, markmið að halda skipulagðri dagskrá eins og hægt er miðað við ástandið í þjóðfélaginu. Björk er tengiliður stjórnar og fær fullan stuðning til ákvörðnar miðað við gildandi reglur hverju sinni.

Verkaskipting/verklag, stjórn skipti með sér verkum. Stjórn telur æskilegt að gögn berist rafrænt frá HRFÍ og mun beiðni verða send þess efnis.

Hjartavottorð, borið hefur á því að hjartavottorð hafi verið tekin en ekki borist afrit til HRFÍ. Deildinsér um að halda utan um rafræn afrit og setja inn á hjartalista á Cavalier.is Stefnt er að því hafa hjartaskoðun í október.

DNA, nýjar reglur taka gildi um áramót hjá HRFÍ, tilmæli verði að allir rakkar á rakkalista verði DNA skoðaðir í samræmi við þær. Panta þarf DNA prófin á örmerki og því nauðsynlegt að leiðbeina fólki. Dýralæknar þurfa að staðfesta örmerki um leið og próf er tekið. Verklag verður kynnt á næsta fundi.

Auglýsingar viðburða, ákveðið að setja kynningar og vefsíðunefnd inn í málin í framhaldi af uppsetningu á Cavalier.is

Vefsíða, unnið að yfirferð og fínstillingu útistandandi verkefna og er ætlunin að að þeim ljúki á haustmánuðum.

Got, skönnun á ættbókum, allar ættbækur frá 2017 hafa verið skannaðar inn og eru geymdar á heimasvæði deildarinnar. Farið var yfir gotlista 2020 og er töluverð fækkun á ættbókarfærðum gotum.

Rakkalisti, þrátt fyrir fá got hefur beiðnum um rakkalista fjölgað talsvert á milli tímabila.

Ræktunar og staðlanefnd, beiðni um fund verður ítrekuð.

Sýningaþjálfun, er fyrirhuguð en beðið verður með auglýsingu þar til HRFÍ kynnir breytingar 13.ágúst og ákvörðun í samræmi við þær.

Bikarar fyrir júní og ágúst sýningu,deildin mun taka til varðveislu farandbikara fyrir júní og ágúst sýningu. Ákvörðun varðandi eignabikar verður tekin í framhaldi af ákvörðun HRFÍ 

Önnur mál 

Ákveðið að fara út að borða eftir sýninguna og verður það auglýst í samræmi við ákvörðun HRFÍ 

Fundargerð lesin og samþykkt 

Næsti fundartími ákveðinn 

Fundi slitið kl. 20:15 

Fundargerð ritaði Steinunn Rán