Cavalierdeildin frestar öllum viðburðum

​FRESTUN Á ALLRI STARFSEMI NÆSTU TVÆR VIKUR

7/10/2020 Íslensk yfirvöld boða enn frekari sóttvarnaraðgerðir, en meðal þess sem sóttvarnarlæknir mælist til er að viðburðarhaldarar fresti öllum viðburðum sem eiga að fara fram næstu tvær vikur. Æskilegt er að ýmsir hópar sem vanir eru að hittast og ganga saman eða njóta samveru geri hlé á slíkum hittingum næstu tvær vikur.
Í ljósi þess mælist stjórn Hrfí til þess að öllum viðburðum á vegum deilda félagsins verði slegið á frest. Þannig stöndum við saman að heftingu útbreiðslu faraldursins og flýtum fyrir því að hægt sé að stunda hundasportið með eðlilegum hætti.
Með von um skilning og góðar undirtektir,
Stjórn HRFÍ