Samprjón

Samprjón – prjónum saman á krílin okkar.

Nú er október að kveðja og nóvember mætir eflaust með auknum kulda. Þá er gott fyrir lítinn cavalier að eiga góða lopapeysu. Fyrir 7 árum tóku nokkrar cavalier mömmur sig saman og bjuggu til prjónauppskrift fyrir krílin okkar. Guðrún Lilja Rúnarsdóttir sem meðal annars stendur á bak við vinsælu síðuna Við elskum Cavalier ætlar að standa að samprjóni þar sem við getum fengið aðstoð hennar við að prjóna peysu, já og félagsskap.

Nánari upplýsingar koma síðar en endilega þið sem viljið vera samferða notið tímann og útvegið ykkur efniviðinn, léttlopa, 2 af að aðal lit og eina af munstur lit. Prjóna nr. 4 1/2 eða 5, fer eftir því hvað þið prjónið fast, eða hve stór hundurinn er.

https://www.facebook.com/groups/781024899385417/members/