Tilkynning frá HRFÍ

Frestun á gildistöku 10. kafla í reglum um skráningu í ættbók til 1. mars 2021.

Um áramót átti nýr 10. kafli reglna um skráningu í ættbók að taka gildi. Kaflinn fjallar um ýmsar heilsufars- og skráningarkröfur sem félagið gerir til hundakynja sem ræktuð eru undir merkjum félagsins. Erfiðlega hefur gengið að funda um ýmsar athugasemdir frá deildum og tengiliðum um ákvæðin vegna Covid ástandsins en stjórn telur mikilvægt að athugasemdir fái ítarlega umfjöllun. Á síðasta fundi stjórnar var því ákveðið að gefa rýmri tíma til úrvinnslu og fresta gildistöku kaflans til 1. mars 2021.

Frestun á gildistöku 10.kafla í reglum um skráningu í ættbók til 1. mars 2021 (hrfi.is)