Hvolpasýning HRFÍ 12. júní nk.

Spennandi hvolpasýning er framundan hjá Hundaræktarfélagi Íslands.

Við hvetjum alla eigendur Cavalierhvolpa á aldrinum 3 – 9 mánaða að láta ekki þessa hvolpasýningu fram hjá sér fara. Þetta er tilvalið tækifæri til að umhverfisþjálfa hvolpinn sem og að þetta verður hin mesta skemmtun bæði fyrir eigendur og hvolpana sjálfa.

Skráning er til 6. júní og fer skráningin fram á hundeweb.dk (smellið hér til að komast inn á skráningarsíðuna).

Svo er HRFÍ er með góðar leiðbeiningar (efsta myndbandið) um hvernig á að skrá hund á sýningu (smellið hér)