Fundur haldinn rafrænt á Teams 12. maí 2021 kl. 20:00
Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.
Dagskrá:
- Skipulagning aukaársfundar vegna kosningar
- Hvolpasýning og sýningaþjálfun
- Heimasíða
- Önnur mál
Aukaársfundur vegna kosningar
Verið er að létta á fjöldatakmörkunum og mikilvægt að halda aukaársfund deildarinnar sem fyrst til að kjósa í stjórn í tvö laus sæti til eins árs.
Búið er að hafa samband við HRFÍ sem ætlar að stýra þessari kosningu. Auglýst verður (með 7 daga fyrirvara) um leið og HRFÍ upplýsir um hver mun stýra og hvenær möguleiki er á fundi.
Áhugasamir geta haft samband við stjórn en jafnframt er hægt að bjóða sig fram á fundinum en það þarf að gerast strax í byrjun fundar þar sem aðeins er um eitt verkefni að ræða á fundinum.
Hvolpasýning og sýningaþjálfun
HRFí hefur auglýst hvolpasýningu þann 12. júní. Þó nokkrir Cavalier hvolpar hafa rétt til að taka þátt og væri gaman að sjá sem flesta mæta með sinn hvolp. Deildin mun standa fyrir tveimur hvolpa sýningarþjálfunum þ.e. sunnudagana 30. maí og 6. júní kl. 13 á Víðistaðatúni ef veður leyfir. Anna Dís Arnarsdóttir mun sjá um þjálfunina og mun hún kosta 1.000 pr. hvolp pr. skipti.
Frá ræktunarráði
- Heimasíðan
Ræktunarráð hefur verið að uppfæra hjartalista. Nú má sjá lista eftir aldri og í stafrófsröð. Það auðveldar ræktendum að sjá heilbrigði hjarta eftir aldri ættferða og -mæðra. Einnig er búið að yfirfara og laga DNA lista.
Undir flipanum „Heilsa“ á heimasíðunni hefur ræktunarráð sett inn áhugavert efni og upplýsingar um ýmsa sjúkdóma sem hafa greinst í tegundinni, misalgengir.
- Rakkalistar
Tveir rakkalistar hafa verið afhentir.
Önnur mál
Heimasíðan: Næsta verk við uppfærslu á heimasíðu verður uppfærsla á öldungalista ásamt myndum af þeim. Mögulega þarf að kalla eftir myndum.
Engin önnur mál voru tekin fyrir.
Fundi slitið 21:00.
Fundargerð ritaði Valka Jónsdóttir