Laugardagurinn 29. maí er Alþjóðlegi Cavalier King Charles Spaniel dagurinn. Í tilefni þess hefur göngunefndin ákveðið að vera með göngu þennan dag kl. 12 til að halda upp á daginn með Cavalier hundum og eigendum þeirra.
Í tilefni alþjóðlega Cavalier King Charles Spaniel dagsins þá ætlar Dýrabær að gefa öllum hundum sem mæta í gönguna smá glaðning í tilefni dagins.
Göngunefndin vill þakka kærlega Dýrbæ fyrir þessa gjöf.

Við hittumst á bílastæðinu fyrir neðan veg á móti Dýraspítalanum í Víðdal og göngum um efri hluta Elliðaárdals. Þetta er taumganga. Við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu.
Munið eftir skítapokum og góða skapinu. Við hlökkum til að sjá ykkur öll.
Fyrir hönd göngunefndar,
Eyrún, Íris og Gunna