Flokkaskipt greinasafn: Göngur

Ganga um Grafarvog

Mynd: Gunnhildur

Í gönguna núna mættu 9 einstaklingar og 9 hundar. Mjög gott veður og frábær ganga í fínasta félagsskap. Við hittumst við Grafarvogskirkju og gengum hring um voginn. Næsta ganga er áætluð laugardaginn 13. nóvember og verður þá gegnið um Hvaleyrarvatn- Stórhöfða.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Göngunefnd Cavalierdeildar HRFÍ

Takk fyrir komuna í gönguna í Sólheimakoti

Fimmtudaginn 26. ágúst var sumarskemmtun þ.e. ganga og grill í Sólheimakoti.

Þar hittust um 40 hundar og eigendur þeirra sem voru einnig um 40 manns.

Veðrið var þurrt en dumbungur og aðeins blés þannig að hár og grös bærðust. Genginn var stuttur hringur þar sem margir hundar fengu að hlaupa um lausir. Þarna mátti sjá hunda á öllum aldri eða frá 3 mánaða og upp úr.

Eftir göngu setti fólk sitt hvað á grillið og naut samverunnar við fólk og hunda. Þökkum við kærlega fyrir hversu margir sáu sér fært að mæta og þessa skemmtilegu stund.

Lesa áfram Takk fyrir komuna í gönguna í Sólheimakoti

Sumarskemmtun í Sólheimakoti – ganga og grill

Nú er komið að árlegum hittingi í Sólheimakoti.

Eins og hefð hefur verið þá hittumst í Sólheimakoti, göngum saman hring um svæðið við kotið og komum með eitthvað gott og létt á grillið. Spjöllum saman og leyfum okkar yndum að leika saman. Þetta er einstaklega góður viðburður til að kynnast öðrum í deildinni og umhverfisvenja og þjálfa hundana til að eiga í samskiptum við aðra sína líka. Því þarna mega þeir vera frjálsir og eiga óheft samskipti.

Á ætla má að viðburðurinn sé einn og hálfur til tveir tímar. Gott er að vera í góðum skóm og auðvitað koma með eitthvað á grillið . Deildin mun útvega drykkjarföng, gos og vatn (í dósum).

Munið eftir skítapokum.

Lesa áfram Sumarskemmtun í Sólheimakoti – ganga og grill

Cavalierganga Helgafell Mosfellsbæ

Við stefnum á næstu göngu í miðri viku eða 28. júlí næstkomandi kl. 17. Er það gert vegna sumarfría og ferðalaga. Vonandi verður hægt að fara en við tökum stöðuna þegar nær dregur. Endilega merkið við á facebook viðburðinn hvort þið stefnið á að koma.

Hittumst á bílastæðinu hjá Helgafelli og göngum létta göngu í kringum Helgafell. Munið eftir skítapokum og vatni fyrir hundana.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Cavalierganga um Elliðárdalinn

Laugardagurinn 29. maí er Alþjóðlegi Cavalier King Charles Spaniel dagurinn. Í tilefni þess hefur göngunefndin ákveðið að vera með göngu þennan dag kl. 12 til að halda upp á daginn með Cavalier hundum og eigendum þeirra.

Í tilefni alþjóðlega Cavalier King Charles Spaniel dagsins þá ætlar Dýrabær að gefa öllum hundum sem mæta í gönguna smá glaðning í tilefni dagins.
Göngunefndin vill þakka kærlega Dýrbæ fyrir þessa gjöf.

Við hittumst á bílastæðinu fyrir neðan veg á móti Dýraspítalanum í Víðdal og göngum um efri hluta Elliðaárdals. Þetta er taumganga. Við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu.

Munið eftir skítapokum og góða skapinu. Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Fyrir hönd göngunefndar,
Eyrún, Íris og Gunna

Göngunefnd Cavalierdeildarinnar 2021-2022

Hópmynd úr göngu Cavalierdeildarinnar

Þrjár vaskar konur hafa boðið sig fram í göngunefnd Cavalierdeildarinnar og þökkum við þeim kærlega fyrir. Þær hafa þegar hafist handa við að skipuleggja göngur.

Þær hafa óskað eftir fleiri sjálfboðaliðum í þessa nefnd til að þetta verði bæði létt og skemmtilegt fyrir alla.

Hvetjum við áhugasama um að hafa samband t.d. með tölvupósti á cavalierdeildinhrfi@gmail.com eða hringja í Völku Jónsdóttur 616-1020.


Þær sem hafa boðið sig fram eru:

  • Íris Björg Hilmarsdóttir
  • Eyrún Guðnadóttir
  • Gunnhildur Björgvinsdóttir

Íris Björg Hilmarsdóttir

Eyrún Guðnadóttir

Gunnhildur Björgvinsdóttir