Flokkaskipt greinasafn: Göngur

Elliðaárdalur

Loksins kom vorið og var mjög vel mætt í göngu deildarinnar um Elliðaárdalinn sunnudaginn 2. apríl. Samtals voru hundarnir 17 og 14 tvífætlingar fylgdu með. Fleiri voru úti að njóta veðurblíðunnar á sama tima og mættum við fullt af göngu-, hjóla- og hestafólki.

Næsta ganga er áætluð miðvikudagskvöldið 17. maí kl. 19 en þá ætlum við að ganga í kringum Reynisvatn og vonum til þess að sjá sem flesta.

Aprílganga

Næsta ganga verður sunnudaginn 2. apríl kl. 12.

Við hittumst á bílastæðinu fyrir neðan veg á móti Dýraspítalanum í Víðidal og göngum um efri hluta Elliðaárdals. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

Viðburðurinn á Facebook

Ganga um Grafarvog 12. mars

Stefnt er á göngu um Grafarvog sunnudaginn 12. mars kl. 12.

Hittumst við Grafarvogskirkju og göngum saman hringinn í kringum Grafarvog, rétt rúmlega 4 km. Ef veður er gott er hægt að bæta við hring upp að Keldum og þá er hringurinn 5 km. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

Viðburðurinn á Facebook

Ganga um Seltjarnarnes

Næsta ganga er áætluð sunnudaginn 12. febrúar kl. 12.

Hittumst við Gróttu og göngum meðfram ströndinni í átt að golfvellinum og göngum í kringum hann. Létt ganga á sléttlendi. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexitaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum og lóðatíkur eru vinsamlegast beðnar um að halda sig heima.

Hér er viðburðurinn á Facebook

Fyrsta ganga ársins

Síðasta sunnudag hittust nokkrir göngugarpar við Ráðhús Reykjavíkur í dálitlu roki en þó fínasta veðri. Farnir voru tveir hringir í kringum tjörnina og prúðu hundarnir okkar vöktu mikla athygli ferðamanna. Næsta ganga er áætluð 5. febrúar um Seltjarnarnes og vonumst við til þess að sjá sem flesta, en þessar sameiginlegu göngur eru góð umhverfisþjálfun og samvera sem allir njóta góðs af.

Jólaganga í Hafnarfirði

Jólaganga deildarinnar verður næstkomandi sunnudag, 11. desember. Hittumst á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju og Tónlistarskólann. Taumganga um Hafnarfjörð og endum síðan á því að heimsækja jólaþorpið. Gaman væri ef sem flestir gætu komið í einhverju jólalegu t.d. með jólasveinahúfur, bæði menn og hundar. Í jólaþorpinu er síðan hægt að fá heitt kakó ef kalt er í veðri. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokunum.

Hér má sjá viðburðinn á Facebook

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í jólaskapi 🙂

Hvaleyrarvatn og Stórhöfði

Næsta ganga deildarinnar verður sunnudaginn 16. október.

Við hittumst við kirkjugarðinn í Hafnarfirði kl. 12 og keyrum í samfloti upp að Hvaleyrarvatni og þar fara allir hundar í taum. Gengið er upp að fellinu Stórhöfða sem er aðeins fyrir ofan vatnið og þar getum við sleppt hundunum lausum.

Gangan er svona einn tími en með stoppi getur hún orðið 2 tímar. Gott er að vera í góðum skóm og jafnvel með nesti og vatn fyrir hundana. Munið eftir skítapokum og vatni fyrir hundana.

Við hvetjum ykkur til að mæta í þessar sameiginlegu gönguferðir en þar gefst cavaliereigendum tækifæri til þess að kynnast og hundarnir læra að umgangast aðra hunda.

Viðburðinn á Facebook má sjá með því að smella hér

Hlökkum til að sjá ykkur,
Göngunefnd Cavalierdeildar HRFÍ.