Frestum aðventukaffinu

Kæru vinir og félagar.

Þar sem deildin vill ekki vera þess völd að við þurfum að fresta jólunum með okkar ástvinum, ætlum við bara að fresta aðventukaffinu okkar þann 4. desember – því miður – út af dottlu.

Í staðinn ætlum við að hittast ofurhress í nýársfagnað með kökum og kaffi. Þar ætlum við líka að hafa tombólu með góðum vinningum og vonum við að félagsmenn fjölmenni.

Stjörnuspáin segir að árið 2022 sé einmitt árið okkar og lofar hún ljúfu og skemmtilegum degi.

Nánari upplýsingar um viðburðinn koma síðar.