11. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022

Rafrænn fundur haldinn þann 25 nóvember 2021 kl. 17.00

Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.

Dagskrá

  • Verkefnalisti
  • Aðventukaffi og fjáröflun með tombólu
  • Augnskoðun
  • Fræðslumoli
  • Sýningaþjálfun
  • Nóvembersýning
  • Frá göngunefnd
  • Önnur mál

Efni fundar:

Verkefnalisti 

Farið yfir verkefni frá síðasta fundi.

Aðventukaffi og fjáröflun með tombólu

Vegna samkomutakmarkana og stöðu veiruskrattans þá hefur stjórn ákveðið að aflýsa aðventukaffi deildarinnar, því miður.  Í staðinn mun deildin standa fyrir nýárskaffi fljótlega á nýju ári þegar aðstæður í samfélaginu eru orðnar betri og fleiri geta mætt.  

Augnskoðun

Enn er beðið eftir niðurstöðum augnskoðunarinnar en niðurstöður verða birtar á rafrænan hátt í gegnum nýja kerfi HRFÍ.  Á meðan að niðurstöður liggja ekki fyrir getur ræktunarráð ekki gefið út rakkalista þar sem nú er ekki lengur undanþága fyrir augnskoðun.  Það er von ráðsins að niðurstöður liggi fyrir sem fyrst.

Fræðslumoli

Fræðslumolar um öfugan hnerra,  klóaklippingu og tannhreinsun hafa verið birtir á netinu og hefur stjórnin fengið góð viðbrögð frá fólki og virðast þessir fræðslumolar falla í góðan jarðveg.  Næstu molar verða um helstu hættur fyrir hunda í kringum jól og áramót.

Sýningaþjálfun

Haldnar voru fjórar sýningarþjálfanir sem Anna Þ. Bachmann hafði yfirumsjón með.  Þær voru vel sóttar og hefur deildin  notið góðs af þeim. Stjórnin þakkar Önnu og þeim sem aðstoðuðu hana fyrir þetta góða starf og fjárhagslegan stuðning.

Nóvembersýning

Vegna samkomutakmarkanna og smithættu á Covid19 ákvað HRFÍ að deildirnar myndu ekki óska eftir sjálfboðaliðum heldur hefur HRFÍ séð um að manna sýninguna.  Einnig hefur HRFÍ óskað eftir að sýnendur aðstoði með því að halda svæðinu hreinu.

Þar sem takmarkanir eru á gestum og miklar sóttvarnarkröfur þá er ekki víst að það verði margir áhorfendur því þarf að biðla til sýnenda og gesti sem eru á staðnum að taka myndir fyrir deildina.  Þá sérstaklega úrslitin í öllum flokkum.  

Frá göngunefnd

Gangan um Stórhöfða í Hafnarfirði gekk mjög vel.  Mjög skemmtileg ganga í fallegu umhverfi og veðurguðirnir voru göngufólki og hundum hliðhollir. Næsta ganga er áætlun 11. desember.  Það er stefnt á að heimsækja jólabæinn Hafnarfjörð.  Kíkja á jólastemninguna í jólaþorpinu og skoða Hellisgerði sem er gífurlega fallega skreytt.  Mögulega verður hægt að fá sér kaffi á Pallettunni en þá þarf að að sitja úti og gæta að sóttvörnum eins og grímunotkun og handþvotti. 

Önnur mál

  • Engin önnur mál voru tekin.

Fundi slitið kl. 18.00. Fundargerð ritaði Valka Jónsdóttir