Deildarsýning 14. maí 2022

Laugardaginn 14. maí var mikil hátíð hjá Cavalierdeild HRFÍ, þegar haldin var deildarsýning. Sýningin fór fram í Hestamiðstöðinni Dal og voru 76 hundar skráðir, 33 rakkar (þar af 2 hvolpar) og 43 tíkur, en auk þess voru sýndir 3 ræktunarhópar og 1 afkvæmahópur. Dómari var Norma Inglis frá Englandi sem býr yfir mikilli sérþekkingu á tegundinni, enda hefur hún átt og ræktað cavalier í 50 ár. Hringstjóri og dómaranemi var Herdís Hallmarsdóttir, ritari Lilja Dóra Halldórsdóttir og ljósmyndari sýningar Ágúst Elí Ágústsson. Aðalstyrktaraðili var Dýrabær.

Auk hefðbundinnar dagskrár var besti hundur í hverjum lit valinn og þegar ræktunardómi lauk var keppni ungra sýnenda, en þar var dómari Hilda Björk Friðriksdóttir.

Gefnar voru rósettur fyrir verðlaunasæti, bikarar fyrir besta rakka, bestu tík og besta ungliða, einnig veglegir gjafapokar fyrir fjögur efstu sæti í hverjum flokki og unga sýnendur. Úrslit urðu eftirfarandi: 

BOB varð ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock sem fékk sitt þriðja íslenska meistarastig og er þar með orðinn íslenskur meistari. BOS varð ISJCh Ljúflings Tindra sem einnig fékk þriðja íslenska meistarastigið og þar með titilinn íslenskur meistari. Við eignuðumst því tvo nýja meistara á þessari sýningu og er það afar ánægjulegt, við óskum eigendum og ræktendum þeirra innilega til hamingju. Koparlilju Askur varð besti hvolpur tegundar og Snjallar Silfraða Sylgja varð besti ungliði tegundar með ungliðameistarastig.

BOB og BOS
ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock og ISJCh Ljúflings Tindra

Hvolpaflokkur 6-9 mánaða

Rakkar (2)

  1. sæti SL Koparlilju Askur, rækt. Valdís Ósk Ottesen
  2. sæti L Eldlukku Ljúfi Tinni, eig. Þorbera Fjölnisdóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Aðrir rakkar voru samtals 31 í 5 flokkum. 11 fengu einkunnina Excellent, 17 fengu Very good og 3 fengu Good.

Ungliðaflokkur (10)

  1. sæti ex.ck. jun.cert Miðkots Bragi, eig. Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, rækt. Sunna Gautadóttir
  2. sæti ex. Esju Mikki, eig. og rækt. Svanhvít Sæmundsdóttir
  3. sæti ex. Brellu Kviku Skjálfti, eig. Sandra Sif Ragnarsdóttir, rækt. Valka Jónsdóttir
  4. sæti ex. Litlu Giljár Bassi, eig. Valbjörg Elsa Haraldsdóttir, rækt. Gerður Steinarrsdóttir

Unghundaflokkur (3)

  1. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Unu Flóki, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. sæti vg. ISJCh Mjallar Týr, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
  3. sæti vg. Eldlilju Daníelu Loki, eig. Agnes Ólöf Jónsdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

Opinn flokkur (14)

  1. sæti ex.ck. ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock, eig. Arna Sif Kærnested, Anna Þórðardóttir Bachmann og Markus Kirschbaum, rækt. Markus Kirschbaum
  2. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Unu Máni, eig. Björk Grétarsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti ex. Hrísnes Hugo II, eig. Sif Sturludóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir.
  4. sæti ex. Eldlilju Gismó, eig. Konráð Guðmundsson og Guðrún Guðnadóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

Meistaraflokkur (2)

  1. sæti ex.ck. ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi, eig. Rúnar Már Sverrisson og Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. María Tómasdóttir
  2. sæti ex.ck. ISCh Eldlukku Mjölnir, eig. Vilhjálmur Þór Arnarsson, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Öldungaflokkur (2)

  1. sæti vg. Tröllatungu Myrkvi, eig. og rækt. Sigríður Elsa Oddsdóttir
  2. sæti vg. Mánaljóss Brúnó, eig. Halla Bergþóra Björnsdóttir, rækt. Kristín Bjarnadóttir

Úrslit bestu rakkar

  1. ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock – Ísl. meistarastig
  2. ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi
  3. ISCh Eldlukku Mjölnir
  4. Hafnarfjalls Unu Máni

Tíkur voru samtals 43 í 4 flokkum en ein mætti ekki. 25 fengu einkunnina Excellent, 14 fengu Very good og 3 fengu Good.

Ungliðaflokkur (14-1)

  1. sæti ex.ck. jun.cert. Snjallar Silfraða Sylgja, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir
  2. sæti ex.ck. Sjávarlilju Jökla, rækt. Sigurbjörg Guðmundsdóttir
  3. sæti ex. Litlu Giljár Blær, eig. og rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  4. sæti ex. Esju Nótt, eig. og rækt. Svanhvít Sæmundsdóttir

Unghundaflokkur (10)

  1. sæti ex.ck. Brellu Afríku Kaíró, eig. Belinda Chenery, rækt. Valka Jónsdóttir
  2. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Unu Freyja, eig. Sigrún Bragadóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti ex. Þórshamrar Sölku Sjöfn, eig. Guðrún Björg Guðmundsdóttir, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  4. sæti ex. Sóleyjar Ísabella, eig. og rækt. Kristín Ósk Bergsdóttir

Opinn flokkur (18)

  1. sæti ex.ck. ISJCh Ljúflings Tindra, eig. og rækt. María Tómasdóttir
  2. sæti ex.ck. Eldlukku Frán Þulu Lukka, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  3. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Selmu Sara, eig. Sigrún Lilja Ingibjargardóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti ex.ck. Hrísnes Lukka, eig. Íris Björg Hilmarsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

Meistaraflokkur (1)

  1. sæti ex.ck. NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Dominika Troscianko og Teresa Joanna Troscianko

Úrslit bestu tíkur

  1. ISJCh Ljúflings Tindra Ísl. meistarastig
  2. Eldlukku Frán Þulu Lukka
  3. Hafnarfjalls Selmu Sara
  4. Sjávarlilju Jökla

Litadómar – Bestu hundar í hverjum lit

Blenheim: ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock

Tricolour: NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una

Ruby: Sóleyjar Ísabella

Black & tan: Eldlilju Daníelu Úlfa

Ræktunarhópar:

  1. sæti HP ÆP Hafnarfjalls ræktun
  2. sæti HP Brellu ræktun
  3. sæti HP Litlu Giljár ræktun

Afkvæmahópur:

  1. sæti HP ÆP NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una

Ungir sýnendur

Yngri flokkur (13)

  1. Jóhanna Sól Ingadóttir með Hafnarfjalls Unu Brák
  2. Emilý Björk Kristjánsdóttir með Hafnarfjalls Unu Birtu
  3. Halldóra Þráinsdóttir með Sóleyjar Sunnu Líf
  4. Aníta Hlín Kristinsdóttir með Eldlilju Gismó

Eldri flokkur (4)

  1. Eyrún Eva Guðjónsdóttir með Hafnarfjalls Unu Tinnu
  2. Margrét Anna Lapas með Eldlukku Mjölni
  3. Ylfa Karitas Þráinsdóttir með Litlu Giljár Arabellu
  4. Sandra Rún Óskarsdóttir með Hafnarfjalls Unu Birtu

Deildin óskar öllum vinningshöfum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn. Birt með fyrirvara um villur, vinsamlegast látið vita ef einhverjar finnast.