Hvolpasýning 21. júlí 2022

Fimmtudagskvöldið 21. júlí var haldin hvolpasýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Sýningin var haldin í samstarfi við félag sýningadómara HRFÍ og Royal Canin og voru allir dómarar íslenskir. 

Þetta var ‘óopinber’ sýning og þurftu dómarar því ekki nauðsynlega réttindi á þær tegundir sem þeir dæmu, en Þórdís Björg Björgvinsdóttir sem dæmdi cavalier hefur réttindi á tegundina og einnig Sóley Ragna Ragnarsdóttir og Daníel Örn Hinriksson sem dæmdu í úrslitum.

Snjallar Kastaní Björt á brá í 2. sæti í keppni um besta ungviði sýningar
Mynd: Arna Sif Kærnested

Nokkrir cavalier hvolpar voru skráðir, 4 tíkur í yngri flokki 3-6 mánaða og 2 rakkar í eldri flokki 6-9 mánaða, öll fengu þau einkunnina ‘sérlega lofandi’ (SL). Snjallar Kastaní Björt á brá var besti hvolpur 3-6 mánaða og gerði hún sér lítið fyrir og náði einnig 2. sæti í úrslitum sýningar hjá dómaranum Sóleyju Rögnu Ragnarsdóttur. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Pecassa’s Dare To Go Crazy. 

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Tíkur 3-6 mánaða (4)

  1. sæti SL Snjallar Kastaní Björt á brá, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir
  2. sæti SL Þórshamrar Sölku Millý, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  3. sæti SL Þórshamrar Sölku Ynja, eig. Jóhannes Hleiðar Gíslason, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  4. sæti SL Snjallar Kastaní Brenna, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir

Rakkar 6-9 mánaða (2)

  1. sæti SL Pecassa’s Dare To Go Crazy, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann og Svanhvít Sæmundsdóttir, rækt. Nina Ryland Kallekleiv
  2. sæti SL Koparlilju Askur, rækt. Valdís Ósk Ottesen