Hjartaskoðun 12. september

Cavalierdeildin stendur fyrir hjartaskoðun mánudaginn 12. september, í samstarfi við Steinunni Geirsdóttur dýralækni sem mun gefa út hjartavottorð.

Skoðunin fer fram frá kl. 16, á Lækjargötu 34 b í Hafnarfirði. Verð fyrir einn hund er 4.000 kr. en 3.500 kr. fyrir tvo eða fleiri, greitt á staðnum.

Tímapantanir hjá Gerði í síma 6620515 eða með tölvupósti á cavalierdeildinhrfi@gmail.com.

Markmiðið er að fá sem flesta hunda 2 ára og eldri í skoðun. Eigendur hunda sem þegar hafa greinst með míturmurr geta einnig notað þetta tækifæri til að fylgjast með hvort ástand hundanna er svipað eða hefur versnað.

Ræktendur athugið að vottorð undaneldisdýra yngri en 5 ára mega ekki vera eldri en 6 mánaða við pörun og foreldrar undaneldisdýra skulu vera með hreint hjarta 4 ára.